Vindmyllur losa frá sér stórhættulegt gas – Þýskaland versti mengunarvaldurinn

frettinErlent, UmhverfismálLeave a Comment

Nú þegar Þýskaland keppist við að byggja vindorkuver, er ástæða til að hafa áhyggjur, þar sem efni sem er skilgreint sem sterkasta gróðurhúsalofttegund í heimi kemur frá vindmyllum.

Raunar hafa mælingar á lofti yfir Þýskalandi þegar bent til þess að landið sé versti lögbrjótur í Evrópu þegar kemur að stórhættulega efninu brennisteinshexaflúoríði (SF6). Efnið er notað við framleiðslu á vindmyllum og losnar út í umhverfið. Þar sem Þýskaland er leiðandi í notkun vindmylla í Evrópu, segja vísindamenn að þetta sé meginþátturinn á bak við einstaklega háa mælingu SF6 í Þýskalandi.

Samkvæmt milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar er SF6 „loftslagsmorðingi.“ Reyndar er það 26.087 sinnum skaðlegra loftslaginu en koltvísýringur.

Brennisteinshexaflúoríð er gas sem iðnfyrirtæki telja vera hið fullkomna einangrunarefni, og þótt það sé bannað í mörgum öðrum framleiðslugreinum, er það enn mikið notað í vindmyllum, aðallega í rafrænum rofabúnaði, þ.e. „hnútunum“ þar sem raforkunni er dreift.

Þegar lítið pláss er til að vinna með þess konar vindmyllur, veitir gasið frábæra einangrun á sama tíma og það gefur aukið pláss fyrir mikilvægar vélar og hluta.

Þegar þetta efni losnar út í andrúmsloftið tekur það meira en 3.000 ár fyrir SF6 að brotna niður aftur og verða óvirkt, samkvæmt frétt þýska fjölmiðilsins Taggeschau.

Það hefur verið vitað í áratugi hversu hættulegt efnið er. Strax árið 1997 kvað Kyoto-bókunin á um að takmarka skyldi losun SF6. Þó að það hafi verið afnumið er það enn leyfilegt í rafrænum rofabúnaði og engar lagalegar takmarkanir eru á notkun þess á þessu sviði. Iðnaðurinn skuldbindur sig þess í stað til að draga úr notkun þess, nota hann í lokuðum kerfum og endurvinna og gera hann óvirkan að lokinni hagnýtri notkun. Í skuldbindingunni frá 1998 var einnig kveðið á um að fyrirtæki myndu skrá og tilkynna hversu mikið þau nota og endurvinna.

Hins vegar er þetta greinilega ekki raunin. Þýskaland er að brjóta þetta ákvæði í stórum stíl og lofthjúpsgögnin sanna það. Samkvæmt Taggeschau, segja vísindamenn að SF6 gildi séu 50 prósent hærri en núverandi losunargögn gefa til kynna. Þetta eru sterkar vísbendingar um að Þýskaland losi meira brennisteinshexaflúoríð en tilkynnt er um.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð