Trúarátök hindúa og múslima í Leicester Bretlandi eftir krikketleik

frettinIngibjörg Gísladóttir, PistlarLeave a Comment

BBC var með frétt þann 8. september um ólæti í Leicester í kjölfar krikketleiks á milli Indlands og Pakistan í Dubai þann 28. ágúst. Sagt er að lögreglan í Leicester hafi fengið auknar heimildir til að stöðva fólk og leita á því og einnig til að dreifa mannfjölda.

Fjórir hafa verið handteknir. BBC sleppir að minnast á að Pakistan tapaði leiknum svo gera má ráð fyrir því að ungir óánægðir Pakistanar hafi látið reiði sína bitna á indverskum nágrönnum sínum í Leicester. Í múslimaríkinu Pakistan búa hindúar, kristnir (við munum eftir Asia Bibi) og aðrir trúarhópar við misrétti og ofsóknir og á hverju ári flýja margir hindúar og shíkar til Indlands. Því má reikna með að rót átakanna liggi hjá Pakistönunum, að þeir hafi tekið rótgróið hatur á hindúum með sér frá föðurlandinu og þoli ekki að tapa fyrir þeim. Kannski fögnuðu Indverjarnir líka óþarflega mikið.

Indversk fréttasíða birti frétt af átökunum degi fyrr. Fyrirsögn hennar hljóðar svo: „Múgárás gegn hindúum í Bretlandi: Gengi múslima vekja ógn og skelfingu meðal hindúa, og skemma eignir þeirra eftir T20 sigur Indlands gegn Pakistan.“ Þar segir einnig að lögreglan hafi fengið auknar valdheimildir, að lögreglumaður hafi særst og að boðað hafi verið til neyðarfundar trúarhópanna - þar má einnig sjá þrjú myndbönd.


Indverjar hafa aðlagast vel að fjölmenningarsamfélagi Bretlands en Pakistönum hefur leyfst að gera breskar smástelpur úr verkamannastétt að kynlífsþrælum sínum. Í smábænum Telford voru skráð fórnarlömb um 1.000 fyrir nokkrum árum og árið 2013 var lögreglan með 200 grunaða gengjanauðgara á skrá. Skýrsla um Telford kom út í sumar og segir þar að hefði lögreglan aðeins sinnt því hlutverki sínu að handtaka og lögsækja barnaníðingana þá hefðu þeir ekki haft frítt spil áratugum saman. Lengi vel mátti aðeins tala um meðlimi „grooming“ gengjanna sem asíska en hin nýlega fréttastöð GB News hefur flutt margar fréttir og viðtöl þar sem því er greinilega komið á framfæri að þar séu Pakistanar í meirihluta.

Í viðtali á stöðinni segir Samantha Smith, sem þurfti að þola kynferðislega misnotkun frá 5-14 ára aldri, að yfirvöld telji ekki að hvítar stúlkur úr verkamannastétt eigi vernd skilið - þær séu einfaldlega lægstar í þjóðfélagsstiganum. Einnig fullyrðir hún að í Telford hafi ekkert breyst - gengin stundi þar enn iðju sína þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða.


Á Íslandi tala sumir stjórnmálamenn eins og að þeir sem sækjast eftir landvist hérna gerist sannir Íslendingar um leið og þeir tylli fæti á íslenska grund en það er auðvitað ekki rétt. Sumir hópar hafa menningu sem samræmist alls ekki vestrænum gildum. Við vitum að Mamma Merkel og fleiri leiðtogar hafi viðurkennt að fjölmenningarstefnan hafi beðið skipbrot í Evrópu. Ættum við ekki að spá í líkurnar á að þeir sem hér vilja setjast að vilji eða geti aðlagast menningu okkar?

Skildu eftir skilaboð