25 fjölmiðlar fengu alls 381 milljón í ríkisstyrk

frettinInnlendar3 Comments

Úthlutunarnefnd um rekstrarstyrki til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og alls fá 25 miðlar styrk en í fyrra voru þeir 19. Til úthlutunar var 381 milljón og þar af fóru rúmlega 200 milljónir til þriggja stærstu fjölmiðlafyrirtækja landsins.

Í tilkynningu á vef Fjölmiðlanefndar kemur fram að alls hafi borist 28 umsóknir um styrki og samtals var sótt um rekstrarstuðning að fjárhæð 917,5 milljónir króna. Þremur umsóknum var hafnað þar sem þær fylltu ekki öll skilyrði fyrir rekstrarstuðninginn. Þess má geta að Fréttin.is sótti ekki um styrk og hér má sjá lista yfir alla 28 umsækjendur.

Í lögum um fjölmiðla kemur fram að rekstrarstuðningur skuli að hámarki vera 25% af stuðningshæfum rekstrarkostnaði umsækjenda. Þá ráðist endanlegt hlutfall af umfangi og fjölda umsókna.

Kostnaður vegna umsýslu, auglýsinga og þóknunar fyrir störf úthlutunarnefndar nam 3,3 milljónum og var um 0,87% af 384 milljóna króna heildarfjárhæðinni.

Úthlutunarnefndina skipa Árni Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður, Stefán Svavarsson endurskoðandi og Valgerður Anna Jóhannsdóttir, lektor við Háskóla Íslands.

Styrkþega og fjárhæðir má sjá hér:

Árvakur hf.

           66.767.227 kr.

Birtíngur útgáfufélag ehf.

           13.207.817 kr.

Bændasamtök Íslands

           16.756.577 kr.

Elísa Guðrún ehf.

             3.707.875 kr.

Eyjasýn ehf.

             1.914.776 kr.

Fótbolti ehf.

             5.744.382 kr.

Fröken ehf.

             5.814.742 kr.

Hönnunarhúsið ehf.

                997.180 kr.

Kjarninn miðlar ehf.

           14.519.325 kr.

Leturstofan Vestmannaeyjum ehf.

             1.452.776 kr.

MD Reykjavík ehf.

             4.642.775 kr.

Myllusetur ehf.

           25.012.660 kr.

N4 ehf.

           20.713.191 kr.

Nýprent ehf.

             4.249.793 kr.

Prentmet Oddi ehf.

             2.412.119 kr.

Skessuhorn ehf.

             9.336.785 kr.

Sólartún ehf.

           10.489.583 kr.

Steinprent ehf.

             1.632.473 kr.

Sýn hf.

           66.767.227 kr.

Torg ehf.

           66.767.227 kr.

Tunnan prentþjónusta ehf.

             2.117.748 kr.

Útgáfufélag Austurlands ehf.

             3.660.962 kr.

Útgáfufélagið ehf.

             4.306.578 kr.

Útgáfufélagið Stundin ehf.

           22.273.029 kr.

Víkurfréttir ehf.

             5.697.371 kr.

3 Comments on “25 fjölmiðlar fengu alls 381 milljón í ríkisstyrk”

  1. Óttalega er styrkurinn til Árvakurs nánasarlegur, nægir ekki einu sinni fyrir launum ritstjórans, (68.172,- skv. Tekjublaðinu).

    Maður skammast sín fyrir hönd þjóðarinnar, og var kominn á fremsta hlunn með að taka út áskrift til þess að styrkja þennan hornstein íslenskrar fjölmiðlunar…

    En sá sig sem betur fer um hönd í tæka tíð, því hver nennir að lesa endalausar minningagreinar á hverjum degi?

  2. Megnið af þessum fjölmiðlum og ætti 100% að leggja niður ríkisstyk, þetta er ekki peningum almennings vel varið, það sama gildir um RUV. Til hvers að styrkja illa rekna fjölmiðla sem enginn kærir sig um í stað þess að láta bara markaðinn um þetta og nota fjármuni í þarfari hluti, þetta á sérstaklega við um RUV því þar fara milljarðar af almannafé í klóakið.

  3. Eitt er að fjölmiðlar séu illa reknir annað er trúveruleiki þeirra, eins og stað er búin að vera á íslenskum fjölmiðlum síðast liðið rúmlega ár mæti halda að þeim væri stýrt 100% af stjórnvöldum í Washington.

Skildu eftir skilaboð