Ekki sama hver ræðst á hvern

frettinJón Magnússon, Pistlar1 Comment

Jón Magnússon skrifar:

Fyrir ekki alllöngu réðist her Aserbadsjan á Armena og hernámu mikið land og hröktu íbúana á flótta. Sú innrás ólíkt innrás Rússa í Úkraínu varð ekki tilefni til aðgerða af hálfu Bandaríkjanna eða Evrópusambandsins.

Engar refsiaðgerðir voru boðaðar og engar heitingar gagnvart árásaraðilanum Aserbadjan eða viðbúnaður. Rússum og Tyrkjum tókst að ná samningum um vopnahlé,en Vesturveldin létu eins og þeim kæmi þetta ekki við. 

Af hverju eru viðbrögðin svona ólík þegar innrásarlið ræðst inn í Armeníu annarsvegar og inn í Úkraínu hinsvegar?

Enn og aftur er það síðan sorglegt, að Vesturveldin, Evrópa og Bandaríkin, skuli ekki eiga neinn leiðtoga með framtíðarsýn og myndugleika til að koma á friði milli Úkraínu og Rússlands. Það hefði þurft að gera fyrir hálfu ári síðan.

Hætt er við því núna þegar harðnar á dalnum  hjá leitogum Rússlands, að þeir freistist til að grípa til örþrifaráða. Gagnvart slíkum aðilum er mikilvægt að standa fastur á sínu, en sýna sanngirni í leiðinni. 

One Comment on “Ekki sama hver ræðst á hvern”

  1. Harðnar á dalnum hjá Rússum segir Jón Magnússon. Er hann að tala um skort á McDonalds því varla er hann að meina skort á olíu og gasi.

Skildu eftir skilaboð