Tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 97,7 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2022

thordis@frettin.isInnlent1 Comment

Í fréttatilkynningu Hagstofunnar 15. sept. sl. segir að áætlað sé að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 97,7 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2022 eða sem nemur 10,7% af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins. Fyrstu sex mánuði ársins 2022 er áætlað að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um sem nemur 6,3% af vergri landsframleiðslu tímabilsins. Þetta er nokkuð minni halli frá fyrstu sex mánuðum ársins 2021 þegar hann nam 9% af vergri landsframleiðslu tímabilsins.

Í heild er áætlað að tekjur hins opinbera hafi aukist um 16,4% frá öðrum fjórðungi 2021, þar af nemur aukning skatttekna 11,1%. Áætlað er að tryggingagjöld hafi aukist um 16% frá sama tímabili fyrra árs og skattar á vöru og þjónustu um 9,8%.

Gert er ráð fyrir að heildarútgjöld hafi aukist um 17,5% á öðrum ársfjórðungi 2022 frá sama tímabili fyrra árs. Áætlað er að vaxtagjöld hafi hækkað um rúma 60 milljarða króna frá öðrum fjórðungi 2021, launakostnaður um 8,5% og kaup á vöru og þjónustu um 8,9%. Hins vegar er áætlað að tilfærsluútgjöld hafi dregist saman um 17,5% og félagslegar tilfærslur til heimila um 8,6% frá öðrum fjórðungi 2021. Samdráttur í tilfærsluútgjöldum skýrist meðal annars af minna atvinnuleysi en útgjöld vegna atvinnuleysistrygginga drógust saman um 58,6% á tímabilinu.

Tilkynning Hagstofunnar.

One Comment on “Tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 97,7 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2022”

  1. Rétt fyrir flensufárið sem í raun mætti kenna við “Hrun heilbrigðrar skynsemi” eða bara “Skynsemishrunið”,að þá átti að reka ríkissjóð með um 50 milljarða afgangi.
    Þá fóru mikinn vinstri eyðsuöflin sem vildu endilega finna leið til að eyða þessum afgangi sem var þó engan vegin raungerður heldur áætlun ef ekkert óvænt kæmi upp.

    Miðað við það stjórnarfar sem nú er við lýði að þá ætti það að vera núllpunktur milli efnahagsáfalla að skila ríkissjóði með minnst 50 milljarða afgangi til að búa sig undir næsta efnahagshrun.
    En á Íslandi eru nú við völd getulausir og hugmyndasnauðir stjórnmálamenn þora ekki að taka á fjármálum ríkisins heldur afsaka krónískan ríkishalla ár eftir ár. Og nú virðast þau bíða eftir næsta kraftaverki sem leysir þau úr snörunni. Hókus Pókus.

    Ég sé alla vega enga aðra skýringu í boði ef planið er að reka ríkissjóð með 100 milljarða halla 2023 og senda reikninginn inn í framtíðina til barnanna minna.

Skildu eftir skilaboð