BBC þekkti ekki Margréti Danadrottningu og Friðrik krónprins

frettinErlentLeave a Comment

Fremur neyðarlegt atvik kom upp hjá fréttakonu breska ríkisútvarpsins (BBC) í gær þegar hún lýsti útsendingu frá móttöku Karls Bretakonungs í tilefni útfarar Elísabetar II Bretadrottningar. Fréttakonan þekkti ekki Margréti Þórhildi Danadrottningu og Friðrik krónprins í sjón.

„Þarna koma fleiri gestir, konungur og drottning Hollands,“ sagði fréttakonan þegar Margrét Þórhildur Danadrottning og sonur hennar Friðrik krónprins gengu inn í Buckingham höllina þar sem Bretakonungur var með móttöku fyrir erlenda þjóðarleiðtoga.

Margrét Danadrottning og Friðrik krónprins á leið í útförina.

Líkt og vænta má þegar fréttafólk gerir mistök í beinni útsendingu hafa netverjar gert stólpagrín að atvikinu. Einn slíkur sagði á Twitter að hann hefði búist við meiru af sjálfu breska ríkisútvarpinu.

Ekki er mikill svipur með Margréti Danadrottningu og Hollandsdrottningu og rúm 3o ár sem skilja á milli þeirra, Margrét er 82 ára en Hollandsdrottningin Máxine 51 árs.

Máxine Hollandsdrottning

Þá lenti áströlsk fréttastöð einnig í svipuðu máli, en fréttamenn þar þekktu ekki nýja forsætisrætisráðherran Liz Truss og töldu hana jafnvel vera fjölskyldumeðlim úr konungsfjölskyldunni.

Atvikin má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð