Verð á lítíumi hefur þrefaldast og mun leiða til hækkunar á kostnaði rafbíla

frettinErlentLeave a Comment

Verð á litíumkarbónati, lykilefninu sem notað er til að búa til rafhlöður fyrir rafbíla, hefur haldið áfram að hækka og þrefaldast á síðasta ári. Litíum er aðallega unnið í Kína, sem er með einokun á rafhlöðumarkaði.

Verð á litíumkarbónati í Kína fór í 71.315 dollara tonnið þann 16. september, samkvæmt upplýsingum frá Asian Metal Inc. Þetta hefur leitt til hækkunar á kostnaði við litíum rafhlöður, sem hefur farið vaxandi vegna mikillar eftirspurnar og lokana á helstu framleiðslustöðvum Kína í Covid faraldrinum.

Þessar verðhækkanir á rafhlöðunum eru líklegar til að valda meiri verðbólgu og hækka kostnað fyrir framleiðendur. Tveggja vikna rafmagnsskortur í Sichuan héraði í Kína í ágúst, sem er uppspretta fimmtungs af litíumframleiðslu þjóðarinnar, hefur hamlað framboði á þegar þröngum markaði.

Vestræn stjórnvöld hafa verið í mikilli sókn fyrir þessi svokölluðu grænu rafknúnu farartæki, þar sem þessar þjóðir stefna að umskiptum frá hefðbundnum orkugjöfum fyrir árið 2030. Um 4,2 milljónir rafmagnsbíla og hybrid bílar hafa selst um allan heim á fyrri hluta ársins 2022, sem er 63 prósent aukning miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt skýrslu frá Canalys í byrjun ágúst.

Að takast á við flöskuhálsa

Samkvæmt Bloomberg hélt, Kínverski kommúnistaflokkurinn (CCP), stefnumótunarfund þann 15. september til að ræða flöskuhálsa í litíum framleiðslu. Fulltrúar flokksins frá iðnaðar- og upplýsingatækniráðuneytinu báðu helstu litíumframleiðendur Kína að koma á stöðugleika í verði.

Framleiðendum var skipað að hafa ekki samráð um verðlagningu og forðast verðtilboð sem víkja mjög frá kostnaði, sagði ráðuneytið. Ríkisstjórnin sagðist ætla að gera frekari ráðstafanir til að hvetja til könnunar, koma á stöðugleika í innflutningi og stuðla að endurvinnslu til að spara kostnað.

Starfsmaður með bílarafhlöður í verksmiðju fyrir Xinwangda Electric Vehicle Battery Co. Ltd., sem framleiðir litíum rafhlöður fyrir rafbíla og aðra notkun, í Nanjing í austurhluta Jiangsu héraði í Kína, 12. mars 2021.

Sérfræðingar segja að minnkun á rafhlöðuframleiðslu frá Kína gæti hægt á vexti rafbílaútbreiðslu á heimsvísu þar sem verðhækkanir muni hækka rafbílakostnað.

Fyrirtækið Soc. Quimica & Minera de Chile SA (SQM), næststærsti litíumframleiðandi heims, sagðist spá „mjög þröngum markaði“ á næstu árum. SQM spáir því að verð hækki lítillega á þriðja ársfjórðungi frá fyrri ársfjórðungi og gerir ráð fyrir að það verði svipað á fjórða ársfjórðungi, að því er fram kemur í kynningu fyrir fjárfesta 15. september.

Helsti rafhlöðuframleiðandi Kína, Ganfeng Lithium, sagði viðskiptavinum sínum í síðustu viku að verð fyrir nýjar pantanir myndu líklega standa frammi fyrir verulegri hækkun vegna vandamála með litíumbirgðir. Fyrirtækið framleiðir rafhlöður fyrir smáhluti og rafhlöður fyrir Bluetooth höfuðtól.

Að finna valkosti í Kína

Vegna litíumskorts í Kína hafa rafhlöðu- og bílaframleiðendur verið að flýta sér að tryggja sér áreiðanlegar og stöðugar birgðir af litíum. Stærstu birgjar litíumkarbónats eru Ástralía með 323.000 tonn, næst á eftir Chile með 145.000 tonn, Argentína með 30.000 tonn og Kína með 8.000 tonn.

Í dag eru nokkur verkefni í gangi víðs vegar í Norður-Ameríku, Ástralíu og Evrópusambandið við að framleiða frekari birgðir af hráefninu. Ástralía, opnaði framleiðslu á nýrri vinnslustöð fyrr á þessu ári, en Albemarle Corp., helsti litíumframleiðandi heims, er að reisa nýja hreinsunarstöð í suðausturhluta Bandaríkjanna. Í nýjum lögum Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, um verðbólgulækkun, eru tæplega 400 milljarðar dollara tileinkaðir kostnaði við endurnýjanlega orku, þar með talið litíumframleiðslu.

Hvíta húsið áætlar að koma upp 2.300 rafhlöðuverksmiðjum fyrir árið 2030 og veita rafbílaframleiðendum skattafslátt ef þeir nota ákveðna íhluti eins og rafhlöður sem eru framleiddar í Bandaríkjunum. Bandaríkin framleiddu 27 prósent af litíum heimsins árið 1996, en það féll niður í 1 prósent árið 2020, samkvæmt tölfræðiúttekt BP.

Fyrir tveimur árum  var aðeins ein litíumnáma starfandi í Bandaríkjunum.

Rod Colwell, forstjóri Controlled Thermal Resources (R), og Tracy Sizemore, alþjóðlegur framkvæmdastjóri rafhlöðuefna fyrirtækisins, ganga meðfram jarðhita-leðjupottum nálægt strönd Salton Sea, þar sem fyrirtækið stundar námuvinnslu fyrir litíum, í Niland, Kaliforníu. 15. júlí 2021.

Í síðustu viku tilkynnti Tesla áform um að byggja litíumhreinsunarstöð í Texas og nýta skattafslátt sem ríkið er með.

„Rafbílaframleiðandinn Tesla er nú að meta mögulegar framkvæmdir á rafhlöðuhreinsunarstöð fyrir litíumhýdroxíð, fyrstu sinnar tegundar í Norður-Ameríku, sem og aðstöðu til að styðja við aðrar tegundir rafhlöðuefnavinnslu, hreinsun og framleiðslu og einnig framleiðslu á fylgihlutum,“ segir Tesla í umsókn sinni til skattyfirvalda í Texas. Fyrirtækið sagði að verksmiðjan myndi vinna hrátt litíum til rafhlöðuframleiðslu og að vistvænt litíumframleiðsluferli hennar sé hannað til að nota minna af  hættulegum efnum og búa til nothæfar aukaafurðir.

Í apríl lýsti forstjóri Tesla, Elon Musk,  því yfir að litíumframleiðsla væri nauðsynleg fyrir framtíð iðnaðarins og að frumkvöðlar ættu að fara námuiðnaðinn.

„Núna teljum við að námuvinnsla og hreinsun litíums sé hamlandi þáttur og vissulega sé það ástæðan fyrir töluverðri hækkun á sölukostnaði,“ sagði Musk:  „Ég held að þetta sé stærsti einstaki kostnaðarliðurinn núna.“

Þýtt úr grein The Epoch times

Skildu eftir skilaboð