Sæluríki og sköp – rottur, mýs og menn

frettinArnar Sverrisson, Pistlar1 Comment

Eftir Arnar Sverrisson:

John Bumpass Calhoun (1917-1995) var bandarískur hátternisfræðingur, sem gerði merkilegar tilraunir á nagdýrum, bæði músum og rottum. Hann skóp þeim umhverfi allsnægta og öryggis. Í upphafi fjölgaði dýrunum hratt, þau átu og drukku, forvitnuðust, lærðu á umhverfið, sýndu hverju öðru áhuga og viðeigandi kynhegðun. En þegar fjölgunin náði ákveðnu marki, fór að síga á ógæfuhliðina. Smám saman dó þetta sæla samfélag út.

Þegar fjöldinn hafði vaxið á þriðja þúsund fóru blikurnar að sjást á lofti. Nagdýrin tóku að hegða sér afbrigðilega, sýndu ýgi og urðu fráhverfar kynlífi (tímgun). Kvendýrin drápu undan sér eða stugguðu afkvæmunum burt, samkynhneigð jókst og þær gleymdu því, hvernig stíga ætti í vænginn við hitt kynið. Þegar um sex hundruð dagar voru umliðnir frá stofnun sæluríkisins sáust merki sjálfstortímingar.

Í músasamfélaginu, þar sem rými varð af skornum skammti vegna fjölgunar, gaumgæfði John eftirtektarverða þróun. Stétt úrhraka varð til. Það voru karlmýs, sem hópuðust saman og gerðu árásir á þær eðlilegu, nauðguðu og drápu. Eðlilegar karlmýs fengu misstu móðinn (fengu áfallastreituröskun), mæðurnar vörðust ekki lengur og beindu grimmd sinni að ungunum. Svo fór, að þær sóttu í einangrun, urðu sífellt árásargjarnari og misstu áhuga á kynlífi. Skiljanlega féll fæðingartíðnin og nýburadauði jókst.

Enn urðu tíðindi í samfélagsþróuninni. Meðal karldýranna varð til ný undirtegund, þ.e. fagurfírarnir. Þeir virtust í hátt eins og eðlilegar karlmýs. En það var bara á ytra borðinu. Í raun voru þeir dauðir úr öllum æðum og létu hjá líða að iðka kynlíf og berjast fyrir eigin umdæmi. Þær skeyttu einungis um að sofa og eta. John lýsir þessu svo:

„Einhverfulegar verur sáu dagsins ljós í þessu ferli. Þær kunnu einungis skil á því allra nauðsynlegasta til að lifa af. Andinn hafði látist. … Þær voru ófærar um þá flóknu hegðun, sem var forsenda þess að halda tegundinni við.“ Enda dó samfélagið út.

Sjálfstortímingin átti sér stað á tveim stigum. Fyrsta stigið einkenndist af klofningi milli músanna, þær drógu sig í hlé, týndu tilgangi lífsins, misstu löngun til kynmaka, til að ala upp ungviðið og öðlast hlutverk. Andinn hvarf þeim. Í kjölfarið fylgdi hinn eiginlegi dauði.

Það er eftirtektarvert, að þegar samfélagið fór að byltast um í eigin fjörbrotum, fór að bera á samkynhneigð, kynleysugirnd (pansexualism), ofbeldi og músaáti. Fjölgun múskyns hafði sem sé í för með sér tortímingu. Þróun í átt til hennar varð ekki við snúið.

Rannsóknir John voru m.a. fjármagnaðar af Rockefeller stofnuninni, unnar undir handarjaðri Bandarísku þjóðarheilbrigðisstofnunarinnar (National Health Institute).

Tilvísanir með grein má finna hér.

One Comment on “Sæluríki og sköp – rottur, mýs og menn”

  1. Við erum svo sannarlega að verða vitni að úrkynjun mannkynsins. Og henni er fagnað af sumum! Því miður er mannkynið á rangri vegferð sem, að sjálfsögðu, endar bara illa.

Skildu eftir skilaboð