Fjórir grunaðir um skipulagninu hryðjuverks á íslenska stofnun

thordis@frettin.isInnlent4 Comments

Fjórir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir af sérsveit Ríkislögreglustjóra í gær vegna gruns um skipulagningu hryðjuverka. Tveir mannanna voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, annar í viku en hinn í tvær vikur. Þeir eru einnig grunaðir um umfangsmikla vopnaframleiðslu með notkun þrívíddarprentara. Þetta kom fram á blaðamannafundi Ríkislögregslustjóra.

Forsvarsmenn Ríkislögreglustjóra segja að íbúar landsins séu öruggari nú þegar búið er að handtaka mennina. Talið er að búið sé að ná utan um það mál sem var til rannsóknar. Því sé ekki talið að hætta steðji að almenningi í landinu. Rannsóknin hefur staðið yfir í nokkrar vikur. Margt bendir til þess að aðgerðir sérsveitarinnar í gær þyldu enga bið. Mennirnir voru handteknir í Holtasmára í Kópavogi í iðnaðarhúsnæði í Mosfellsbæ í gær.

Lagt var hald á tugi af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal, ásamt þúsundum af skotfærum og spyrja menn sig að því hvaðan skotfærin komu því augljóslega var þeim smyglað inn í landið.  Mennirnir eru grunaðir um að skipuleggja árásir á stofnanir íslenska ríkisins og hefur verið taið upp lögregla og Alþingi íslendinga. Ekki hefur verið gefið upp hverjar stofanirnar eru að öðri leiti.

4 Comments on “Fjórir grunaðir um skipulagninu hryðjuverks á íslenska stofnun”

 1. Augljóslega fyrsti íslenski „feik“ hryðjuverkaatburðurinn, sviðsettur af lögreglunni sjálfri til þess m.a. að réttlæta tilvist þessarar viðbjóðslegu sérsveitar sinnar sem fjöldi Íslendinga hefur nú þegar fengið að kenna á.

 2. Ég held að þetta sé alveg rétt hjá Birni. „Eðlilegt“ framhald sóttvarnaraðgerða; landsmenn orðnir vel sjóaðir í mannréttindaskerðingum með skertu athafna- og ferðafrelsi ásamt „þvinguðum“ sprautum. Nú er best að láta kné fylgja kviði með lögum um forvirkar rannsóknarheimildir samhliða þessari leiksýningu nema leikur og leikstjórn var ekki sérlega sannfærandi.

 3. Svo augljós falskur fáni. Því miður er hellingur af fólki sem á eftir að trúa þessu.
  En fólk þarf að vera meira vakandi núna. Venjulega þegar ríkisvald í vestrænu ríki fremur svona hryðjuverk á eigin þegnum þá er lögreglan með “æfingu“ rétt á undan. Þannig ef þú heyrir í útvarpinu að lögreglan sé að æfa viðbúnað gegn hryðjuverkum til dæmis í grend við Laugarveg, þá ferð þú ekki þangað. Gott að bíða í viku eftir æfinguna til að vera öruggur.
  Miðað við að BBC fjallaði um þetta mál þá finnst mér ekkert ólíklegt að íslenska lögreglan sé að fara að fremja hryðuverk. Þetta sé það alvarlegt.
  Stjórnvöld á Íslandi komust upp með rúllettu eitrun í Laugardalshöll þar sem að hluti fólks fékk grafenoxíði eða “graphene oxide“ sprautað í sig. Þó svo það sé búið að staðfesta þetta erlendis eins og á Ítalíu þá telja stjórnvöld á Íslandi að þau hafi komist upp með glæpinn og séu sloppin. Þá er bara haldið áfram. Þau eru ekkert að fara að hætta bara því covid er búið.
  Þetta siðblinda fólk er bara eins og Ted Bundy. Þau skilja engin mörk og hætta ekki fyrr en Íslendingar rísa upp sem þjóð og handsama þetta lið í borgaralegri handtöku. Ég meina þau eitruðu fyrir litlum krökkum í Laugardalshöll. Þau eru til alls vís.

  Ég held að einn daginn þá munu nógu margir vakna til að hægt sé að stoppa þessa brjálæðinga sem stjórna þessu landi. En það er mjög líklega langt í það samt. Kannski verður hryðjuverk framið af lögreglunni það sem vekur fólk??

 4. Þú ert á réttri leið í fræðunum Árni, en samt ekki alveg tilbúinn til þess að útskrifast 😉

  Það er búið að fletta ofan af ÖLLUM þessum svokölluðu raðmorðingjum (e. serial killers) í Bandaríkjunum: Bundy, Unabomber, Green River, og sirka 20 öðrum:
  Þetta voru allt saman ‘fölsk-flögg’, vandlega skipulögð af leyniþjónustum, til þess ætluð að hræða líftóruna úr almenningi og réttlæta sinn eigin tilverurétt.

Skildu eftir skilaboð