Trudeau lýsir yfir stuðningi við tjáningafrelsi í Íran en bent á að líta sér nær

frettinErlent, StjórnmálLeave a Comment

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lýsti því yfir á Twitter að Kanada styddi eindregið fólk sem tjáir sig og mótmælir friðsamlega í Íran. „Við skorum á írönsku stjórnina að binda enda á kúgun sína á tjáningarfrelsi – og binda enda á áframhaldandi áreitni og mismunun gegn konum,“ skrifar Trudeau á Twitter.

Ekki stóð á viðbrögðum Kanadamanna o.fl. í svörum undir færslunni. Fjöldi manns sakaði hann um hræsni og minntu á að hann hafi virkjað neyðarlög  síðastliðinn vetur sem áttu að veita ríkisstjórn Trudeau veruleg völd í 30 daga, þar á meðal vald til að banna opinberar samkomur, ferðalög og viðveru á tilteknum stöðum og svæðum, frysta bankareikninga mótmælenda án dómsúrskurðar o.fl.

„Þú lést hesta traðka á þínu eigin fólki fyrir að nota sitt tjáningafrelsi,“ skrifar einn og vísar þar til lögrelgunar í Ottawa  sem á hestum sínum slösuðu konu með því að traðka á andliti hennar í mótmælunum, Freedom Convoy, í Kanada í vetur.

„Frystir þú ekki bankareikninga fólks fyrir að tjá sig? Mismunaðir þú ekki og áreittir alla sem voguðu sér að tjá sig og nýta einstaklingsbundinn ákvörðunarrétt sinn varðandi eiginn líkama?“ sagð einn.

„Styðurðu friðsamlega mótmæli - síðan hvenær? spurði annar og birti myndir frá mótmælunum í Kanada í vetur.

Enn einn skrifaði: „Þú faldir þig í sumarbústaðnum þínum allan tímann [innsk. blm. á mótælunum í Kanada] þegar þú hefðir getað verið með fólki af öllum kynþáttum, litum, bakgrunni... ALLT!“

Færslu Trudeau auk ummæla má lesa hér:

Skildu eftir skilaboð