Færeyingar vekja athygli á 55,8% umframdauðsföllum á Íslandi – þau mestu í Evrópu

frettinErlent4 Comments

Færeyski miðilinn Hinvegin segir frá umframdauðsföllum í Evrópu í júlí sl. og vekur athygli á því að hæsta tíðni umframdauðsfalla sé á Íslandi. Hjá ESB ríkjunum eru umframdauðsföll að meðaltali 16% en á Íslandi 55% er fyrirsögn fréttarinnar.

Umframdánartíðni í Evrópu fór í +16% í júlí 2022 sem er hæsta tíðnin hingað til, það eru 53.000 umframdauðsföll í júlí á þessu ári samanborið við mánaðarmeðaltöl áranna 2016-2019. Þetta kemur fram á Eurostat, Evrópsku hagstofunni.

Umframdánartíðni var +3% í júlí 2020, eða 10.000 umframdauðsföll, og +6% í júlí 2021, 21.000 umfram dauðsföll. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar gæti eitthvað af dauðsföllum í júlí 2022 verið vegna hitabylgjunnar.  En það getur varla verið skýringin fyrir Ísland sem trónir á toppnum með 55,8% umframdauðsföll í júlí. Sóttvarnarlæknir Íslendinga er ekki viss hvað veldur. Er kannski risavaxinn fíll inni á skrifstofu landlæknisembættisins?

Umframdánartíðni hélt áfram að vera breytileg milli aðildarríkja ESB, þar sem 8 aðildarríki skráðu gildi yfir meðaltali ESB. Hæstu hlutfallið í júlí 2022 var skráð á Spáni (+37%) og Kýpur (+33%). Grikkland kom á eftir með +31%. Á sama tíma skráði aðeins Lettland (-0,5%) engin umfram dauðsföll.

ESB skráði fyrrum toppa á umframdánartíðni í apríl 2020 (+25%), nóvember 2020 (+40%), apríl 2021 (+21%) og nóvember 2021 (+27%). 

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Bretlands (ONS) er Covid aðeins 3,5% af umframdauðsföllum í Englandi og Wales.

Á Íslandi var annar toppur í mars 2022. Til samanburðar má hér skoða árið 2020 þar sem umframdauðsföll hér á landi eru ýmist mjög lág eða neikvæð.

Hér eru nokkrar af tölunum fyrir júlí og sjá má t.d. að Svíþjóð er aðeins með 2,7% umframdauðsföll.

Ísland + 55,8%

Spánn +37%

Kýpur +33%

Grikkaland +31%

Portúgal +28,8%

Sviss +25,9%

Ítalía + 24,9

Austurríki + 17,5%

Slóvenia + 16,5%

Írland + 16.,3%

Þýskaland +15,2

Noregur + 14,8%

Holland, + 14,7%

Króatía, + 14,6%

Frakkland, + 14,1%

Eistland + 12,3%

Luxemborg + 11%

Danmörk +10,3%

Svíþjóð +2,7%

Letland -0,5%

4 Comments on “Færeyingar vekja athygli á 55,8% umframdauðsföllum á Íslandi – þau mestu í Evrópu”

  1. Svíþjóð 2.7%

    Ísland 55.8%

    Önnur þjóðanna var voða dugleg að ,,hlýða Víði“

  2. Hvað fengu þau borgað fyrir að ýta þessu út? Miðað við áróðurinn, blekkingar og þá afbökun á þekktum aðferðum varðandi bóluefni og hvað þá ný mRNA efni af þessari tegund og vísindasiðferði, vísvitandi árásir á þekktar meðferðir að þá er augljóst að peningar voru í spilinu. Eins og komið hefur fram hvernig sumir fengu hlut í grímu framleiðslu fyrirtækjum, sprittftamleiðslu fyrirtækjum eða í lyfjafyrirtækjunum sjálfum, eignir eða annað sem fór eftir því hvar manneskjan sem tók þátt í þessum áróðri og beinlínis fjöldamorði var stödd í pýramídanum. Ekki myndi ég vilja mæta Skaparanum þegar ég færi í gröfina með þetta á bakinu.

Skildu eftir skilaboð