Rússnesk uppreisn – Bandalag frjálsra Rússa

frettinArnar Sverrisson, Pistlar5 Comments

Vestræn ríki hafa lengi ásælst auðævi hins víðáttumikla Rússlands Péturs mikla og Katrínar miklu. Það varð síðar að Ráðstjórnarríkjunum (Sovétríkjunum) eins og kunnugt er. Og ásælniárásir hafa margsinnis verið gerðar úr vestri. Napóleon dreymdi um steypa rússneska keisaranum og síðar dreymdi Hitler um að kollvarpa Ráðstjórnarríkjunum, velta Stalín úr sessi. Hvort tveggja mistókst. Eftir annað heimsstríð hefur tortíming Rússlands verið opinber utanríkisstefna Vesturveldanna, Nató. Bandalagið hefur enn á ný úthrópað Rússa sem erkióvin Vesturlandabúa.

Heimstyrjaldirnar tvær snerust að umtalsverðu leyti um baráttu um auðlindir, sérstaklega í Evróasíu og í Miðausturlöndum. Þar áttu öll nýlenduveldin að einhverju leyti hlut að máli, ekki síst breska heimsveldið og arftaki þess, Bandaríki Norður-Ameríku, sem árið 1953 steyptu af stóli lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn Írans, sem hótaði að þjóðnýta olíuauðævi landsins. (Þessa ósvinnu hefur leyniþjónusta Bandaríkjanna stundað um allan heim síðan.)

Vesturveldin (Bandaríkjamenn og Bretar sérstaklega) hafa enn ekki gefið upp á bátinn yfirráð yfir auðlindum landanna umhverfis Svarta hafið og á Kákasussvæðinu. Stríðin í Írak, Afganistan, Sýrlandi og Úkraínu bera glöggt vitni um það - svo og sífelldar byltingar leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), sem forseti þeirra, Lyndon B. Johnson, kallaði „bannsett morðhundafyrirtæki“ (damn murder corporation). (Það á reyndar 75 ára afmæli um þessar mundir.)

Síðasta stórafrek „morðhundafyrirtækisins,“ var að velta úr sessi lýðræðislega kjörinni stjórn Úkraínu árið 2014, ásamt Nató og úkraínskum nasistum. Leyniþjónustan hafði starfað að þessu í áratugi í samvinnu við þjóðernisöfgaöfl í Úkraínu, þau hin sömu og börðust við hlið Þjóðverja í annarri heimsstyrjöldinni.

Ríkið, Úkraína, varð til við upplausn Ráðstjórnarríkjanna fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. Vesturlönd með Bandaríkjamenn í broddi fylkingar náðu verulegum ítökum í ríkinu og sölsuðu, ásamt spilltum Rússum, undir sig verðmæti íbúanna í skjóli hins drykkfellda Boris Yeltsin. Arftaki hans, hinn nýi zar, er lögfræðingurinn, Vladimir Putin. Í svartri niðurlægingu ríkisins lofaði hann að efla Rússland á ný.

Í fyrstu fylgdu Rússar, í forsetatíð Putin, utanríkis- og öryggismálastefnu forvera hans. Vesturveldin lofuðu Rússum að stækka Nató ekki til austurs. Það var svikið eins og allir vita, meira að segja að því marki að komið var fyrir skotbúnaði fyrir kjarnorkuflaugar í Búlgaríu og Rúmeníu.
Þegar stefndi í sömu átt í Úkraínu og þegar úkraínsk stjórnvöld fyrir áeggjan Breta og Bandaríkjamanna stóðu ekki við Minsk samkomulagið, sem Þjóðverjar og Frakkar ábyrgðust og Sameinuðu þjóðirnar blessuðu, en hófu stríð gegn afkomendum Kósakkanna í austurhéruðunum, gerðu Rússar takmarkaða innrás. Óskir lýðveldanna í austri um sjálfsstjórn voru virtar að vettugi og þeim bannað að tala tungumál sitt.

Nú hafa stjórnvöld þeirra héraða eða lýðvelda, sem um ræðir, ákveðið að fram fari atkvæðagreiðsla um sameiningu við Rússland eins og áður hefur átt sér stað á Krímskaga. Atkvæðagreiðslan þar fór fram, eftir að Sameinuðu þjóðirnar höfðu staðfest, að meirihluti íbúa vildi "aftur" verða Rússar. Niðurstaða hinnar opinberu atkvæðagreiðslu var síðar staðfest af óháðri vísindastofnun. Það er varla ástæða til að ætla annað, en að niðurstaðan verði einnig jákvæð nú.

Staðan í Úkraínu er sú sama og í Júgóslavíu og við upplausn Ráðstjórnarríkjanna fyrir nokkrum áratugum síðan. Þá töldu Vesturveldin það góð alþjóðalög, að þjóðir Júgóslavíu og Ráðstjórnarríkjanna fengju að ráða sér sjálfar.

Hið takmarkaða stríð í Úkraínu, sem gæti stefnt í allsherjarstríð milli Vesturlanda og Rússlands, er hryggilegra en tárum taki, góður vitnisburður um vanþroska hlutaðeigandi stjórnmálamanna. Það skapar hörmungar víða. Breski utangarðsrýnirinn og læknirinn, Vernon Cole segir t.d.:
„Stríðið í Úkraínu mun verða meginorsök hungurs og dauða um heim allan. Mér segir svo hugur, að þetta ásetningsstríð muni leiða til 500 milljóna dauðsfalla bara í Asíu og Afríku. Breska ríkisstjórnin hefur gefið ádrátt um að verja milljörðum punda (billions) til að tryggja stríðsátök.
Atburðarásin er samkvæmt áætlun. Allt hið illa, sem tortímir heimi okkar, er orðið til af ásettu ráði. Allt er þetta hluti Endurræsingarinnar miklu (Great reset). Við erum þegar stödd í endataflinu (endgame).

Okkur væri minni hætta búin undir stjórn Hilter, Stalin, Mussolini, Gaddafi, Húnans Attila, Ghengis Kahn og Idi Amin. Heldur vildi ég standa augliti til auglitis við þá morðingjasveit en alheimssamsæri runnu undan rifjum Schwab, Gates, Rothchildanna (Rothschilds), stríðsglæpamannsins, Tony Blair, og úrvali Bilderbergara (Bilderbergers).“

Þrátt fyrir efnahagsstríðið gegn Rússum, gengur hægt að koma þeim á kné eins og bandarísk og íslensk stjórnvöld láta sig enn þá dreyma um. Nú eru góð ráð dýr. „Morðhundafyrirtæki“ þeirra, útibúið í Úkraínu og þýska leyniþjónustan, hafa haft forgöngu um að dusta rykið af gamalli ráðagerð þýska og austurríska keisaradæmisins frá fyrsta heimsstríði (Liga der Fremdvölker Rússland), þ.e. að hvetja til og styðja uppreisnir víðs vegar um rússneska ríkjasambandið og koma á samfélagi Frjálsra Rússa (Forum of the Free Nations of Russia), sem þá gætu líka lifað í „landi hinna frjálsu“ eins og Bandaríkjamenn. Samtökin héldu ráðstefnu (forum) á fimm mánaða afmælisdegi innrásar Rússa. Yfirlýsingin hennar er opinber.

Það fylgir ekki sögunni, hvort ætlunin sé að halda frjálsar kosningar. Þær eru af hinu góða, sé niðurstaðan tækileg fyrir Vesturlönd. En „morðhundafyrirtækið“ kippir í liðinn, ef lýðurinn kýs skakkt eins og Evrópumóðirin, Úrsúla, lætur í skína, að Evrópusambandið muni líka gera á Ítalíu. Pólverjar og Ungverjar fá hirtingu um þessar mundir. Hin mikla móðir, Úrsúla, byrstir sig.

En mamma Úrsúla sýnir stundum á sér mýkri og hlýrri hliðar, t.d. þegar hún strýkur Volodomyr og faðmar að sér framkvæmdastjóra Nató, Jens Stoltenberg, og Albert Bourla, forstjóra Pfizer.

Við þurfum varla að velkjast í vafa um, að hin forna, Mikla móðir, endurfæðist um þessar mundir víðsvegar um vestræna veröld. Vestanhafs stýrir Kamala Harris, þrungin kynvaldi (sexual power), og Katrín á Íslandi. Það geislar víða af gyðjunum.

Tilvísanir með grein Arnars má finna hér.

5 Comments on “Rússnesk uppreisn – Bandalag frjálsra Rússa”

  1. Arnar, góð grein og lýsir í hnotskurn hvernig Vesturveldin hafa í langan tíma haft horn í síðu Rússlands. Sumir geta afneitað þessu en staðreyndirnar tala sínu máli.

  2. Eru allir búnir að gleyma Önna Politkovskaya og hinum í líkslóðinni eftir þennan frelsis elskandi Zar!

  3. Putin er engin engill, en Vesturlöndin hafa stöðugt verið að þrengja að Rússlandi með ýmsum aðgerðum og er ekki eðlilegt, í ljósi sögunnar, að Rússar vilji vernda sína stöðu og forðast að NATÓ opni herstöðvar í Úkraínu?

  4. Já já vestrið er vont en austrið er verra, það er ekki eins og mannréttindi og manngæska sé í forgrunni á þeim bæ

Skildu eftir skilaboð