Ný rannsókn: mRNA Covid bóluefni finnst í brjóstamjólk

frettinErlent, RannsóknLeave a Comment

Ný rannsókn í tímaritinu JAMA (Journal of the American Medical Associationsegir að mRNA (messenger RNA) Covid-19 bóluefni hafi fundist í brjóstamjólk.

Rannsóknin náði til 11 heilbrigðra mjólkandi kvenna sem fengu annað hvort Moderna mRNA-1273 bóluefnið (n = 5) eða Pfizer BNT162b2 bóluefnið (n = 6) innan 6 mánaða frá fæðingu. Þátttakendur voru beðnir um að safna og frysta sýni strax við heimkomu þar til þau voru flutt á rannsóknarstofu.

Af 11 mjólkandi konum sem tóku þátt, greindist snefilmagn af BNT162b2 og mRNA-1273 COVID-19 mRNA bóluefnum í 7 sýnum frá 5 mismunandi þátttakendum á mismunandi tímum allt að 45 klukkustundum eftir bólusetningu. Ekkert mRNA bóluefni fannst í sýnum fyrir bólusetningu eða 48 klst eftir bólusetningu.

Samkvæmt vitneskju rannsóknarhöfunda er þetta í fyrsta sinn sem gögn sýna lífdreifingu mRNA COVID-19 bóluefnis til mjólkurfrumna og mögulega getu EV vefja (utanfrumublöðrur) til að safna mRNA-inu sem getur síðan flust til fjarlægra frumna.

Höfundar vara við brjóstagjöf fyrstu tvo sólarhringana eftir bólusetningu.

Þessi nýja rannsókn er þvert á niðurstöður rannsóknar frá því í júlí 2021 sem sýndi að ekkert mRNA hafi fundist í móðurmjólkinni og því þyrftu mæður ekki að gera hlé á brjóstagjöf eftir bólusetninguna.

Samkvæmt símtali við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðinsins er ekki ráðlagt að mæður með börn á brjósti geri hlé eftir bólusetningu.

Skildu eftir skilaboð