Fyrrum utanríkisráðherra Póllands: „Takk Bandaríkin“

frettinErlentLeave a Comment

Radek Sikorski, fyrrum varnarmála-og utanríkissráðherra Póllands og þingmaður Evrópusambandsins birti mynd á Twitter af lekanum á Nord Stream leiðslunni og sagði einfaldlega „Takk Bandaríkin.“

Danski her­inn hef­ur birt mynd­skeið á vefsíðu sinni sem tekið er úr þyrlu norska hersins. Þar má sjá má hvernig gasið sem lek­ur úr Nord Stream leiðslu kem­ur upp á yf­ir­borð Eystra­salts með töluverðum lát­um.

Búið er að greina þrjá leka í Nord Stream 1 og 2 gas­leiðsl­un­um sem flytja gas frá Rússlandi til Þýska­lands. Tveir lek­ar eru í Nord Stream 1 norðaust­ur af eyj­unni Borg­und­ar­hólmi og einn í Nord Stream 2 sem ligg­ur suðaust­an við eyj­una.


Skildu eftir skilaboð