Pútín viðurkennir sjálfstæði Zaporozhye og Kherson

frettinErlent1 Comment

Vladimír Pútín Rússlandsforseti undirritaði í dag tvær tilskipanir þess efnis að viðurkenna fyrrum Úkraínuhéruðin, Kherson og Zaporozhye, sem sjálfstæð og fullvalda ríki. Tilskipunin öðlast þegar gildi.

Í tilskipuninni segir: Viðurkenning á fullveldi ríkisins og sjálfstæði Kherson- og Zaporozhye-svæðanna gildir frá undirritunardegi, segja tilskipanirnar tvær dagsettar og undirritaðar þann 29. september. Í skjölunum vísar forsetinn til almennra og viðurkenndra meginreglna og viðmiða í alþjóðalögum þ.e. meginreglunni um jafnan rétt og sjálfsákvörðunarrétt þjóða, sem er lögfest í sáttmála Sameinuðu Þjóðanna.

Pútín heldur ræðu í fyrramálið á rauða torginu í Moskvu, þar sem búist er við aðçZaporozhye-héraða, auk Donbass-lýðveldanna tveggja, í Rússlandi.

Þjóðaratkvæðagreiðslurnar um inngöngu í Rússland voru haldnar í Zaporozhye og Kherson, sem og í Donetsk alþýðulýðveldinu (DPR) og Lugansk alþýðulýðveldinu (LPR), á tímabilinu 23. - 27. september, og var niðurstaðan afgerandi.

Í Kherson svæðinu greiddu 87,05% atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði og ganga í Rússneska sambandsríkið. Zaporozhye-héraðið studdi einnig tillöguna um að slíta sig frá Úkraínu og ganga til liðs við Rússland, en 93,23% kjósenda studdu það. Í DPR voru 99,23% þeirra sem greiddu atkvæði með rússlandi, en LPR sýndi aðeins lægri tölu eða 98,42%.

Í fréttamiðlinum rt.com segir að eftir að Pútín hafi undirritað sáttmálann um aðild nýrra svæða að Rússlandi verða skjölin lögð fyrir stjórnlagadómstól Rússlands. Eftir það þarf Dúman – neðri deild rússneska þingsins – að staðfesta samningana sem síðan verða sendir sambandsráðinu, efri deild þess, til sömu málsmeðferðar.

Samkvæmt upplýsingum sem Fréttinni hafa borist, þá mun Pútín ávarpa þjóð sína kl. 9 í fyrramálið.

RT fréttastofan greinir frá.

One Comment on “Pútín viðurkennir sjálfstæði Zaporozhye og Kherson”

  1. Glæsilegasti stjórnmálamaður samtíðarinnar (með St. Georg sem vakir yfir velferð hans á fánanum í bakgrunninum!) sem ber eingöngu hag og velferð þjóðar sinnar fyrir brjósti, annar af aðeins tveimur sem eftir eru í Evrópu, hinn er auðvitað Viktor Orban í Ungverjalandi.

    Til þess að sannfærast um þetta mælum við með að horfa á 3 klst. blaðamannafundinn sem hann hélt í Kremlin 18. desember 2014, þar sem hann svarar blaðalaust spurningum ótal fréttamanna, með allar staðreyndir og tölur á hraðbergi.

    Skemmtilegast er þó svar hans við spurningu hins hrokafulla blaðamanns BBC, John Simpson, (byrjar 1:45) þar sem hann bókstaflega „pakkar honum saman“ eins og sagt er á nútímamáli. Slíkt leikur enginn annar eftir á vorum dögum.

Skildu eftir skilaboð