Eignir embættismannsins Anthony Fauci hækkuðu um 720 milljónir kr. í faraldrinum

ThordisErlentLeave a Comment

Þegar á heimsfaraldrinum stóð átti fjöldi fyrirtækja í fjárhagserfiðleikum, en það sama er ekki hægt að segja um bandaríska sóttvarnalækninn Anthony Fauci og eiginkonu hans, segir fréttastöðin Fox News. Eignir þeirra hjóna jókst um 5 milljónir dollara, eða um 723 milljónir ísl. kr.

Nettóverðmæti herra og frú Fauci hækkuðu úr 7,5 milljónum dollara árið 2019 í 12,6 milljónir dollara í lok árs 2021. Það var „varðhundahópurinn“ OpenTheBooks sem komst að þessu og deildi upplýsingunum með Fox News. Hækkunin kemur til af hagnaði í fjárfestingum, verðlaunum og viðurkenningum, bónusum og þóknunum.

„Þrátt fyrir að vera umdeildur maður hefur kerfið sannarlega verðlaunað Dr. Fauci,“ sagði framkvæmdastjóri OpenTheBooks. „Fauci er hæst launaði alríkisstarfsmaður Bandaríkjanna. Ellilífeyririnn sem hann fær á fyrsta árinu er sá hæsti í sögu Bandaríkjanna og hann tekur við einum milljónum dollara frá erlendum félagasamtökum í formi verðlauna og viðurkenninga.

Anthony Fauci hefur sagt embætti sínu lausu frá og með desember nk.

Fox News.

Skildu eftir skilaboð