„Virðulegar og rómantískar dömur“ – litadýrð, gleði og kímni

frettinListLeave a Comment

Jórunn Inga Kjartansdóttir sem búið hefur í Sviss ásamt eiginmanni sínum sl. 9 ár er komin heim til Íslands og verður myndlistasýningu um helgina, á bæði nýjum og eldri myndum, teikningum og málverkum í mörgum stærđum.

Einkenni verkanna er litadýrð, kímni og gleði. Jórunn elskar að soga í sig smáatriðin og fjölbreytnina í náttúrunni, hvort sem það eru öll fallegu blómin, endalaust úrval af laufblöðum og berjum í Sviss, eđa hafið og hraunið á Íslandi.

Mannflórann er líka hennar viðfangsefni sem má aðallega finna í húmorísku myndunum sem hún málar.  Og ekki má gleyma „öllum dömunum hennar,“ þær eru yfirleitt virðulegar og rómantískar.

Jórunn býður alla velkomna á viðburðinn og vill sjá sem flest ný andlit.

Léttar veitingar og góð stemming á Skúlagötu 40 í Reykjavík (hvít 10 hæða blokk - inngangur af bílastæðinu Barónsstígs megin.)

Opnunartìmi: Föstudag 30. september 14:00 - opið fram eftir
og laugardag 1. október 14:00 - opið fram eftir.

Skildu eftir skilaboð