FDA neitar að afhenda gögn um krufningar vegna andláta eftir C-19 sprautur

frettinErlentLeave a Comment

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) neitar að birta niðurstöður krufninga á fólki sem lést eftir að hafa fengið COVID-19 bóluefni.

FDA segir að stofnuninni sé meinað að afhenda gögn úr sjúkraskrám, en talsmaður lyfjaeftirlits segir að FDA geti afhent gögnin en sleppt persónuupplýsingum.

Fjölmiðillinn Epoch Times óskaði eftir gögnum, með vísan til upplýsingalaga, um krufningar sem FDA hefur greint frá vegna hvers kyns dauðsfalla sem tilkynnt hafa verið í gagnagrunn um aukaverkanir á bóluefni (VAERS) eftir COVID-19 bólusetningu.

Tilkynningar eru sendar inn í kerfið þegar einstaklingur verður fyrir aukaverkun, eða heilsufarsvandamálum, eftir að hafa fengið bóluefni.

FDA og öðrum stofnunum er falið að rannsaka tilkynningarnar. Yfirvöld óska ​​eftir og fara yfir sjúkraskrár til að rannsaka tilkynningarnar, þar á meðal krufningar.

FDA neitaði að afhenda tilkynningarnar, jafnvel afrit þar sem persónuupplýsingar hafa verið útstrikaðar. Stofnunin vísaði í alríkislög, sem gera stofnunum kleift að halda aftur upplýsingum ef stofnunin „sér fyrir að birting gagna myndi skaða hagsmuni þeirra sem varinn eru með undanþágunni,“ þar sem undanþágan snýr að „starfsfólki og sjúkraskrám og svipuðum skrám þar sem birting myndi greinilega vera óviðeigandi innrás í einkalíf fólks.“

Epoch Times hefur áfrýjað synjuninni, auk synjunar FDA um afhendingu á niðurstöðum á greiningum gagna um öryggi C-19 bóluefnanna út frá tilkynningum í VAERS.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð