Söfnun hafin til að flytja Gísla heim frá Spáni

frettinInnlendarLeave a Comment

Gísli Finnsson er þrjátíu og fimm ára þriggja barna faðir. Hann fór út til Torrevieja á Spáni með félögum sínum í ágúst en hefur legið þungt haldinn á sjúkrahúsi á Spáni í rúman mánuð.

Fjölskylda Gísla vill fá hann heim en segist enga aðstoð fá frá yfirvöldum hér á landi, sem neiti að greiða sjúkraflug og enginn veit hvað kom fyrir Gísla sem fór út með vinum sínum í „djammferð“, og fannst síðan meðvitundarlaus, utandyra, 21. ágúst síðastliðinn. 

Fjölskylda Gísla hefur því ákveðið að hrinda af stað söfnun til að fá hann heim. Þeir sem vilja leggja söfnunin lið er bent á reikningsnúmerið 0511-14-025021 - kt. 300890-2109

Nánar má lesa um málið á RÚV.

Skildu eftir skilaboð