Biður Guð að fyrirgefa aumu vesælingum hjá Mannlíf sem skríða á fjórum fótum fyrir valdinu

frettinInnlendar2 Comments

Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður ferðaðist í síðustu viku til Moskvu, og þaðan til Donbass, til að fylgjast með íbúaatkvæðagreiðslu (e. Referendum) um framtíð fyrrum austur- og suðausturhéraða Úkraínu. Um var að ræða boðsferð sem engir aðrir blaðamenn þáðu (utan Margrétar Friðriksdóttur sem komst ekki á leiðarenda).

Á meðan á ferðalgi Ernu stóð skrifaði Mannlíf pistil þar sem segir m.a. að „Erna Ýr sé löngu orðin þekkt meðal landsmanna fyrir efahyggju, svo sem hvað varðar hlýnun jarðar eða gagn bólusetningar gegn COVID. En sú efahyggja virðist hafa gufað upp í Rússlandi...Þar fylgdist hún í gær með kosningum sem fáir utan Rússlands taka mark á.“

Erna tók sér tíma og svaraði blaðmanni Mannlífs á facebook nú í morgun:

„Ég sé að blaðamaður Mannlífs hefur ekkert slakað á í persónuníðinu gagnvart mér, á meðan á dvöl minni erlendis stóð. En það er allt í lagi, ég er vön því að fjölmiðlar landsins níðist á mér án afláts. Þeir gera endurtekið fréttir um það sérstaklega, að skoðanir mínar séu „vafasamar“, í þeim tilfelllum sem þær ríma ekki við harðlínu stjórnvalda og/eða leyniþjónusta sem ritstýra erlendum fréttastofum sem helstu fjölmiðlar eru áskrifendur að (AP, Reuters, BBC).

Þegar hálfsannleik þeirra er mætt með beinhörðum staðreyndum, er notaður atvinnurógur í stað þess að hafa samband við mig. Um þessa aumu vesælinga sem skríða á fjórum fótum fyrir valdinu í stað þess að segja fréttir, hef ég ekkert að segja annað en að ég vorkenni þeim og bið Guð um að fyrirgefa þeim á efsta degi.

Um þá sem hafa haft samband við mig, ýmist með hótunum eða formælingum, langar mig að segja: Þeir eru lesendur og áhorfendur að þessum „fréttum“ þjóna valdsins, og vita ekki betur vegna þess að flestir fréttamenn á Íslandi virðast ýmist ekki kunna að vinna vinnuna sína, eða beinlínis stilla sér upp með stjórnvöldum. Þeir sem þekkja mig treysta mér, og þeir sem treysta mér ekki skulda ég ekki lengur traust mitt.

Við allan meirihluta lesenda auk allra þeirra fjölmörgu traustu vina og ókunnugra sem hafa sent mér góðar kveðjur og styrk í einu hættulegasta og erfiðasta verkefni lífs míns, burtséð frá skoðunum þeirra á málefnum líðandi stundar, vil ég segja: Þakka ykkur fyrir, ég gæti ekki gert þetta án ykkar.

Ég læt þessa Mannlífsfrétt fylgja með og dæmi hver fyrir sig. Ég er handviss um að ritstjórinn verður þakklátur fyrir aukalega smelli. Hann má vita það að ég er örlát við stóra sem smáa þegar ég get.“

2 Comments on “Biður Guð að fyrirgefa aumu vesælingum hjá Mannlíf sem skríða á fjórum fótum fyrir valdinu”

  1. Það er alveg skelfilegt að flestir fjölmiðlar eru í raun áróðurstæki fyrir guðlausa Marxista, og ef einhver blaðamaður dirfist að fjalla um eitthvað sem fellur ekki að rétttrúnaðinum er ráðist á viðkomandi með offorsi. Við sjáum þetta gerast í Evrópu og Bandaríkjunum.

  2. Þetta er hið nýa norm sem er í rauninni múgsefjun.
    Varðandi loftslags málin þá er rétt að benda á co2coalition org facts

Skildu eftir skilaboð