Skotland rannsakar óvenju háa tíðni ungbarnadauða – hvað með Ísland?

frettinErlent1 Comment

Skosk stjórnvöld hafa fyrirskipað rannsókn á dánartíðni nýbura eftir tvo toppa á sex mánaða tímabili. Dánartíðnin var mun hærri en venjulega er gert ráð fyrir. Að minnsta kosti 18 börn undir fjögurra vikna dóu í mars og að minnsta kosti 21 ungabarn lést í september á síðasta ári.

Rannsóknin verður framkvæmd af stofnuninni Healthcare Improvement Scotland. Gert er ráð fyrir að hún standi í sex til níu mánuði og nái til allra tilkynntra atvika um ungbarnadauða frá apríl 2021 til mars 2022. Meðaldánartíðni meðal nýbura er rúmlega tveir af hverjum 1.000 fæðingum.

Í september 2021 dó að minnsta kosti 21 ungabarn yngra en fjögurra vikna gamalt, sem jafngildir hlutfallinu 4,9 á hverjar 1.000 fæðingar. Og í mars sl. létust að minnsta kosti 18, eða 4,6 af hverjum 1.000 fæðingum.

Engin rannsókn á Íslandi?

Ekki er vitað til þess að verið sé að rannsaka aukin ungbarnadauða hér á landi árið 2021.

Engar tölur eru komnar hjá Hagstofu Íslands yfir andvana fæðingar og ungbarnadauða árið 2022 en aftur á móti var mikil hækkun árið 2021.

Í gögnum Hagstofunnar má sjá að andvana fæddum börnum fjölgaði árið 2021 um 8 frá árinu áður.  Árið 2020 voru 9 andvana fæðingar en 17 árið 2021. Andvana fæddum per 1000 lifandi fæddra barna fjölgar úr 2,0 í 3,5 milli ára. Leita þarf aftur til ársins 2004 til að fá sama fjölda og árið 2021. Engin hækkun var árið 2020, á fyrsta ári faraldursins.

Meðaltal andvana fæddra barna per 1000 lifandi barna á árunum 2011 - 2020 er 2 per 1000. Aukningin er því 75% miðað við meðaltal síðustu níu ára þar áður.

Aukning á burðarmálsdauða er 82% á árinu 2021 miðað við meðaltal síðustu níu ára þar á undan. (Burðarmálsdauði er samtala andvana fæddra og barna sem deyja innan viku frá fæðingu af 1.000 fæddum alls.)

Talan yfir fjölda dána á fyrsta ári eykst um 100% miðað við meðaltal síðustu níu ára á undan. Sjá nánar hér.

One Comment on “Skotland rannsakar óvenju háa tíðni ungbarnadauða – hvað með Ísland?”

Skildu eftir skilaboð