SÞ í samstarfi við Google til að stjórna upplýsingum – „við eigum vísindin“

frettinErlent7 Comments

Á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) um sjálfbæra þróun í síðustu viku fóru fram pallborðsumræður um hvernig takast skuli á við „rangar upplýsingar “ (Tackling Disinformation), þar sem þátttakendur frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ), CNN og Brown háskólanum ræddu hvernig best væri að stjórna upplýsingum.

Aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðlegra samskipta hjá SÞ og meðlimur WEF, Melissa Fleming, benti á að SÞ hefði átt í samstarfi við nokkur stór tæknifyrirtæki, þar á meðal TikTok og Google, til að stjórna upplýsingum um COVID og loftslagsmál og sagði:

„Við vorum í samstarfi við Google,“ sagði Fleming, og bætti við: „ef þið gúglið til dæmis „loftslagsbreytingar“ munið þið fyrst fá upp alls konar heimildir frá SÞ.

„Við hófum þetta samstarf við Google eftir að hafa fengið sjokk þegar við gúgluðum „loftslagsbreytingar“ og sáum þá alls konar ótrúlega brenglaðar upplýsingar efst í leitarniðurstöðum. „Við erum að verða miklu virkari. Við eigum vísindin og við teljum að heimurinn ætti að vita það, og sjálf tæknifyrirtækin gera það líka,“ bætti Fleming við.

Hlustið:

7 Comments on “SÞ í samstarfi við Google til að stjórna upplýsingum – „við eigum vísindin“”

  1. Það eina sem má vera í boði er áróður Marxista, fólk má alls ekki fá að hugsa sjálfstætt, hvað þá kynna sér málin frá öllum hliðum. En það sorglegasta er að flestir virðast vera sáttir með það!

  2. Hvaða marxista bull er þetta? Hysja upp um sig brækurnar og stytta í axlaböndunum.

    Það sem er í gangi er ný-frjálshyggjan, nánar tiltekið nýjasta afbrigði hennar, „glóbalisminn“: heimsyfirráð hinna ríku og forríku, ásamt skipulagðri fækkun (aftökum, t.d. með sprautum, en fleira er í undirbúningi) á þeim fátæku, veiku, öldruðu, sem gegna engu hlutverki í þeirri heimsmynd.

  3. Auðvitað er það forríkt fólk sem stjórnar heiminum, Glóbalistar, en áróðurinn í fjölmiðlum er í boði vinstri-sinnaðra guðleysingja sem eru lítið annað en Marxistar. Þetta er óheilagt hjónaband sem hentar báðum aðilum vel – nú um stundir. Ekki halda því fram að fréttamenn um allan heim (t.d. á RÚV, CNN, BBC) séu kapítalistar eða ný-frjálshyggjumenn. Persónulega held ég að fyrirmyndin að nýju heimsmyndinni séu stjórnarhættirnir sem eru viðhafðir í Kína. En hvernig sem menn kjósa að nefna hugmyndafræðina þá er hún djöfulleg og slæm fyrir alla – nema hina ríku.

  4. Hysjaðiru upp þig brækurnar og styttir í axlaböndunum eins og ég ráðlagði þér ?

    Sá eini sem lætur svona marxista-þvælu frá sér fara er einhver (eða eitthvað) sem kallar sig Guðjón Hreinberg á moggablogginu:
    Viltu bara ekki halda þig þar og hlífa lesendum þessa fréttamiðils við þvaðrinu og þvælunni.

  5. Skondið að þið eruð að tala um sama hlutinn en kallið því mismunandi nöfnum.. Úber kapítalismi er ekkert annað en Marxisti. Hvað annað er hægt að kalla þessa elítu sem vill ráða öllu samanber New World Order/Globalistar/Davos mafían/Bilderberg/Club of Rome/ og fleira. En þeir eiga það sameiginlegt að þeir vilja drottna yfir heiminum.. Sem sagt Elítan og svo restin af þeim sem lifa þær hörmungar af. Skýrasta dæmið um framtíðina ef þessir aðilar ná sínu fram er Hungergames sem vill svo til að kemur úr smiðju Hollywood! Ef þú Björn ert eitthvað illa við þennan Guðjón þá er best bara að sleppa að smella á hann.. Margir á moggablogginu sem fara í taugarnar á mér en ég kýs að skauta bara framhjá þeim.

Skildu eftir skilaboð