Málverki af Jesú stolið en fannst aftur á undraverðan hátt: listakonan fjögurra ára þegar hún málaði verkið

frettinErlent1 Comment

Undrabarnið Akiane Kramarik frá Chicago gat sér gott orð í listaheiminum aðeins átta ára gömul þegar málverk hennar af Jesú Kristi varð heimsfrægt.

Jesús Kristur byrjaði að birtast Akiönu í draumum þegar hún var aðeins þriggja ára gömul, og byraði hún að mála myndir sem litu út eins og ljósmyndir, sem reyndust svo vera undragáfa eða eins og kallast yfirnáttúrlegt.

Myndir Akiönu eru magnaðar, en þær líkjast meira ljósmynd en málverki. Akiane hefur líka málað myndir af himnaríki sem birtist henni í draumi og eru litirnir magnaðir. Blái liturinn virðist spila stóru hlutverki í himnaríki og mikið er um sterka og bjarta liti og að því er virðist fleiri tegundir af plöntum.

Akiane hlaut ekki trúarlegt uppeldi, en þegar hún fór að sjá þessar sýnir í draumum sínum og mála eftir þeim, þá snérust foreldrar hennar til trúar. Fjölskyldan var mjög fátæk og til að byrja með höfðu foreldar hennar ekki efni á blýöntum og málningu og notaði hún þá ýmis efni til að bjarga sér eins og kol og tómata. Í dag hefur Akiana selt málverk sín fyrir margar milljónir dollara og segist vera rétt að byrja.

Gæfa Akiönu snérist hinsvegar í ógæfu þegar að frægasta verki hennar af frelsaranum Jesú Kristi The prince of peace, var stolið af listasafni og komst þar í hendur óheiðarlega listaverkasala sem seldu til aðdáanda. Listaverkið fannst svo mörgum árum síðar, en það hafði ranglega verið selt fjölskyldu sem ekki vildi skila því, og hafði verið geymt undir stiga í gömlum kjallara í einhvern tíma og síðan í skjalasafni eftir andlát kaupandans.

Akiönu tókst eftir 17 ára baráttu með aðstoð dómstóla að endurheimta verkið. Það var fremur illa farið og allt þakið ryki og drullu, en Akiana náði að laga verkið með snilld sinni og ekki að sjá í dag að hafi orðið fyrir skemmdum.

Merkilegast þykir að það eru skrámur á verkinu eftir eins og eftir þyrnikrónuna og eru einu skemmdirnar sem má sjá eftir þjófnaðinn.

Prince of peace

Málverkið af Jesú sem týndist

Guðdómleg tímasetning og óvænt jólagjöf að endurheimta málverkið úr myrkrinu eftir 17 ár. Þetta er hreint ótrúlegt fyrir mig og algert kraftaverk að fá það aftur í ljósið eftir svo mörg ár," segir Akíana.

Verk eftir Akiane

Akiana segist ætla að eiga verkið og það verði geymt á listasafni til frambúðar og sé ekki til sölu, en þúsundir eftirprentana hafa verið seldar af verkinu og hægt að kaup hér í ýmsum stærðum.

Viðtöl við Akiönu um má sjá hér neðar.


Verk eftir Ariane sem hún byrjaði að mála 4. ára gömul.


ImageImage

One Comment on “Málverki af Jesú stolið en fannst aftur á undraverðan hátt: listakonan fjögurra ára þegar hún málaði verkið”

  1. Ég virði Fréttin.is fyrir að þora að birta greinar um Krist, því hatrið á Frelsaranum er mikið og það þekki ég að eigin raun. Sem dæmi, þá fékk ég m.a. morðhótun fyrir grein sem ég skrifaði um Skaparann og birtist í Morgunblaðinu rétt fyrir Páskana 2018. Ég rita stundum ´comments´ á erlendum síðum og hatrið sem ég uppsker ef ég minnist á Krist er óhugnanlegt, sérstaklega á vinstri-sinnuðum netmiðlum. Já, það er ANDLEGT stríð í gangi í heiminum. Og sú staðreynd er enn ein sönnunum fyrir því að Guð er raunverulegur. Eða geta frumefnin, án tilkomu Skapara, myndað sér skoðanir og tekið huglæga afstöðu?

Skildu eftir skilaboð