Bjarni Benediktsson tók í spaðann á Poroshenko

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál1 Comment

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, deildi því á facebook í kvöld að hann hefði hitt Petro Poroshenko, fyrrverandi Úkraínuforseta, á landsfundi Íhaldsmanna í Birmingham í Bretlandi:

„Hitti fyrrverandi forseta Úkraínu Petro Poroshenko í Birmingham í dag. Við ræddum stöðu mála í Úkraínu, átökin í austurhlutanum, nýlega sigra Úkraínuhers og þörfina fyrir áframhaldandi aðstoð af öllu tagi.

Þrátt fyrir að stríð geysi enn nefndi Poroshenko hve mikilvægt er að hefja uppbygginguna strax. Mikil þörf er á íbúðum fyrir fólk sem hefur tapað heimilum sínum.“

Petro Poroshenko varð forseti í fyrstu kosningunum eftir að lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum í Úkraínu var kollvarpað í Maidan-byltingunni árið 2014. Hann var mikill bandamaður Bandaríkjanna og Evrópu. Hann tók ákvarðanir sem þóttu skref til framfara varðandi spillingu í bankakerfinu, styrkingu gjaldmiðilsins og hagræðingu í orkugeiranum.
Poroshenko hefur þó hlotið mjög alvarlega gagnrýni

Poroshenko var gagnrýndur fyrir ósannsögli og þjónkun við elítur í landinu. Hann var alræmdur fyrir stæka þjóðernishyggju og andúð á Rússlandi. Það bitnaði á rússneskumælandi hluta úkraínsku þjóðarinnar, rússneska minnihlutanum og andstæðingum Maidan-byltingarinnar.

Hann kom í veg fyrir að morðin í Verkalýðshúsinu í Odessa 2014, og önnur mannréttindabrot og stríðsglæpir gagnvart t.d. íbúum Donbass og Krímskagans yrðu tekin á dagskrá hjá Alþjóðaglæpadómsstólnum.

Þetta eru m.a. taldar ástæður þess að Poroshenko tapaði fyrir skemmtikraftinum Volodymir Zelensky, sem gjörsigraði hann í forsetakosningunum 2019, en erfði stjórnkerfið hans.
 
 

 

One Comment on “Bjarni Benediktsson tók í spaðann á Poroshenko”

  1. Hann þorir ekki öðru kall greyið enda hálft peð á skákborði fárangleikans.

Skildu eftir skilaboð