Áhlaup á PayPal vegna afskipta af tjáningarfrelsinu

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál, Viðskipti5 Comments

Greiðslumiðlunarfyrirtækið PayPal hefur þurft að gera grein fyrir máli sínu gagnvart öskureiðum viðskiptavinum, skv. Fortune.

Fyrirtækið varð uppvíst að skilmálabreytingum, sem taka áttu gildi 3. nóvember næstkomandi.  Í þeim segir að fyrirtækið ætli að byrja að „sekta“ 429 milljón viðskiptavini sína um allt að $2.500 fyrir birtingu á „misvísandi upplýsingum“, að mati fyrirtækisins sjálfs.

Viðbrögð margra viðskiptavina urðu þau að loka reikniningum sínum hjá fyrirtækinu, en sjá má hörð viðbrögð fólks m.a. undir myllumerkinu #PayPal á twitter. Einnig brugðust stofnendur og eldri eigendur PayPal eins og David Marcus og Elon Musk o.fl. ókvæða við.

Samvinna greiðslumiðlara og samfélagsmiðla?

Athygli blaðamanns vakti þó tíst eins viðskiptavinar, en hún greindi frá því að við uppsögn á PayPal reikningi sínum, fékk hún einnig tölvupósta frá Meta og Facebook:

Talsmenn fyrirtækisins reyna nú að útskýra að um „misskilning“ hafi verið að ræða, og hafa dregið skilmálabreytinguna til baka. Hlutabréf þess hafa fallið enn meira í dag, en gengi þeirra hefur verið slakt á árinu.

Talið er að skilmálabreytingarnar séu vegna komandi þingkosninga í Bandaríkjunum. Um tilraun sé að ræða til að stjórna umræðunni um menn og málefni í aðdraganda þeirra.

5 Comments on “Áhlaup á PayPal vegna afskipta af tjáningarfrelsinu”

  1. Það er verið með markvísum hætti að loka á persónufrelsi, tjáningarfrelsi og lýðræði í heiminum. Óhugnanleg þróun.

  2. Það er gott að notendur láta ekki bjóða sér þessa atlögu að tjáningarfrelsinu.

  3. Hef hætt á fb, whatsup, instagam,twitter á síðustu árum.. hef haldið í paypal en fékk nóg í gær þegar svona fyriritæki alhæfir að það það mun sekta fólk og virðist ætla að sensora hluti og ákveða hvað er upplýsingar og hvað er plat/fake info… hehehe fuck this guys.. 10 ár með paypal var eytt í gær og ástæðan skrifuð öll með stórum staf. takk fyrir.

  4. Að forða sér frá Facbook vegna þess að þar er rekin óæskileg persónustefna er kannski ekki fullnægjandi lækning, vegna þess að það gæti verið áhrifaríkara að koma með sín eigin góðu áhrif og þannig sýna hvernig betra er að halda á málum. Þeir sem hafa vanist að bregðast við með óæskilegum hætti geta þá séð hvernig fer betur á því að bera sig að í tjáningu sinni.

Skildu eftir skilaboð