Belle í Beauty and the Beast ekki með í tónleikaferð vegna andlitslömunar

frettinErlent, Fræga fólkið, Þórdís B. SigurþórsdóttirLeave a Comment

Leikkonan Susan Egan, þekktust fyrir hlutverk sitt Belle í Beauty and the Beast og fyrir leik sinn í gamanþáttunum Nikki, hefur verið greind með andlitslömun, Bell´s Palsy.

Egan tilkynnti á samfélagsmiðlum að hún geti ekki verið með á tónleikunum Disney Princess  - The Concert í haust. Egan, sem hlaut Tony-verðlaunatilnefningu fyrir hlutverk sitt sem Belle, flytur lög úr Disney-myndinni á sýningunni ásamt því að sinna öðrum störfum með teyminu.

„Í síðustu viku greindist ég með Bell's Palsy (sæt ekki satt? Belle!), sem veldur tímabundinni lömun á annarri hlið í andliti,“ skrifaði Egan á Instagram og setti inn mynd af Disney prinsessunni. „Mér er sagt að það stafi af vírus ... Ég ætti að ná mér að fullu, en eins og Justin Bieber (góður félagsskapur!), sem tilkynnti um svipað ástand, get ég ekki komið fram um þessar mundir og mun því ekki vera með í tónleikaferðalaginu Disney Princess – The Concert, í haust.“

Justin Bieber enn veikur

Justin Bieber hefur nýlega tilkynnt að hann glími enn við heilsuleysi sökum taugasjúkdómsins Ramsey Hunt sem veldur einnig lömum í andliti, og hefur því aflýst öllum tónleikum sem eftir voru af fyrirhugaðri tónleikaferð og hefur ekki tilkynnt um nýjar dagsetningar.

Kanadíska leikkonan Jennifer Gibson

Þá sagði kanadíska leikkonan Jennifer Gibson frá því í síðasta mánuði að hún hafi lamast í andliti eftir Covid-19 sprauturnar. Hún birti myndband og lýsti ástandinu, en sagði að þrátt fyrir allt myndi hún endurtaka bólusetningarnar. Andlitslömun er þekkt aukaverkun af Covid-19 bóluefnum.

Myndbandið má sjá hér:

Skildu eftir skilaboð