Sprengja frá NATO fannst við Nord Stream gasleiðsluna árið 2015

frettinErlentLeave a Comment

Eins og kunngt er voru unnin skemmdarverk á rússnesku Nord Stream gasleiðslunni 26. september sl., eins og Fréttin fjallaði meðal annars um og yfirlýsingar Biden Bandaríkjaforseta um að stöðva notkun leiðslunnar.

Fyrir um það bil 7 árum, eða þann 6. nóvember 2015, fannst við hefðbundið eftirlit með rússnesku Nord Stream gasleiðslunni í Eystrasalti neðansjávarfarartæki með sprengiefni. Staðsetningin sprengibúnaðarins var við gasleiðsluna á um 40 metra dýpi um 120 km frá eyjunni Gotland í Svíþjóð.

Þrátt fyrir að ekki væri talið líklegt að sprengihluturinn myndi springa af sjálfsdáðum gaf sænska siglingamálastofnunin út siglingaviðvörun á þessum tíma vegna „hættulegs hlutar“ og ráðlagði skipum að halda þriggja sjómílna fjarlægð frá staðsetningu sprengihlutarins.

Sænski herinn taldi sprengibúnaðinn vera einnota tæki með sprengju sem væri ætlað að hreinsa jarðsprengjur með því að springa þegar hún nálgaðist slíka sprengju.

Það var sænski herinn sem fjarlægði sprengibúnaðinn á öruggan hátt, þrátt fyrir aðstæður hefðu verið erfiðar vegna hvassviðris á svæðinu og gátu þá gasflutningar hafist aftur á ný.

Sænski herinn hafði ekki skýringar á því á sínum tíma hver hefði komið sprengjubúnaðinum fyrir við gasleiðsluna.

Í dag sagði talsmaður rússneska orkurisans Gazprom frá því að sprengjubúnaðurinn hefði verið frá NATO. Umræddur búnaður NATO gengur undir nafninu "Sea Fox" og birti myndir sem teknar voru af búnaðinum á sínum tíma.

Nord Stream gaf út tilkynningu vegna þessa atviks þann 12. nóvember 2015 sem lesa má hér.


Skildu eftir skilaboð