Bótakrafa send á Icelandair vegna ólöglegrar brottvísunar og grímuskyldu sem ekki var lagastoð fyrir

frettinInnlendar1 Comment

Lögmannsstofan Griffon sendi í gær bótakröfu til Icelandair fyrir hönd umbjóðanda síns, Margrétar Friðriksdóttur ritstjóra Fréttarinnar, vegna meintrar ólöglegrar brottvísunar, ólöglegrar grímuskyldu og fyrir að segja ósatt um að ekki hafi verið pláss fyrir töskuna í handfarangusrýminu. Þá er félagið einnig krafið um bætur vegna ærumeiðingar og vegna þjáningar sökum áfallastreitu og lækniskostnaðar. Félagið hefur 12 daga til að svara kröfunni ella verður því stefnt fyrir dóm og málinu fylgt eftir af fullum þunga, segir í bréfi lögmannsins Arnar Þórs Jónssonar sem hefur tekið málið að sér.

Eins og mörgum er kunnugt um þá lenti Margrét í óskemmtilegri lífsreynslu við flugfélagið Icelandair í síðasta mánuði, þar sem allt virðist hafa verið gert til að torvelda Margréti ferðalagið og búa til eitt vandamálið á eftir öðru. Fyrst voru flugfreyjur með leiðindi varðandi handfarangurstösku Margrétar, sem uppfyllir öll skilyrði um handfarangur og hótuðu því að ef Margrét myndi ekki samþykkja að farangrinum(sem hafði að geyma brothættan og eldfiman myndavélabúnað) yrði fleygt í stóra farangursrýmið í vélinni, þá myndi hún og ferðafélagar hennar ekki fá að fara um borð og því haldið fram að ekki væri pláss fyrir töskuna.

Handfarangurstaska Margrétar, taskan er 10 cm. minni en leyfileg stærð sem gefin er upp hjá félaginu.

Margrét varð því að samþykkja þessar kvaðir en svo þegar komið var að sætinu var ljóst að nóg pláss væri í farangurshólfinu fyrir ofan sætin og því um ósannindi að ræða hjá flugfreyjum sem voru búnar að taka töskuna í nokkurs konar gíslingu. Þar á eftir var Margréti skipað að vera með grímu án þess að lagastoð væri fyrir því. Margrét setti þrátt fyrir það upp grímuna til að forðast leiðindi. Hún reyndi áfram að fá töskuna  afhenta til að setja í farangurshólfið en allt kom fyrir ekki og var henni vísað úr vélinni fyrir að reyna standa á sínum réttindum.

Í framhaldi af þessari ótrúlegu og ófagmannlegu framkomu flugfélagsins voru viðbrögðin ekki skárri og sýndi félagið af sér algert tómlæti og hefur enn ekki viljað útskýra hvers vegna Margréti hafi verið vísað frá borði og enginn hefur viljað bera ábyrgð á því.

Margrét sá sér því ekki annarra kosta völ en að senda bótakröfu til félagsins og verði henni hafnað mun lögmannsstofan stefna félaginu sem hefur eins og áður segir 12 daga til að bregðast við.

Krafan hljóðar upp á 29.168.000 kr. og má lesa í heild sinni hér neðar.


One Comment on “Bótakrafa send á Icelandair vegna ólöglegrar brottvísunar og grímuskyldu sem ekki var lagastoð fyrir”

  1. Arnar Þór er lögmaður góður og vandaður maður, snjallt af ykkur að snúa bökum saman, sem hafið gagnrýnt allan Covid málflutning af rökvísi.

Skildu eftir skilaboð