Forstjóri Pfizer mætti ekki á þingfund ESB til að svara fyrir einkaskilaboð og „bóluefnin“

frettinErlent, Stjórnmál, Þórdís B. SigurþórsdóttirLeave a Comment

Einum degi eftir að Albert Bourla, forstjóri Pfizer, neitaði að mæta fyrir Covid-nefnd Evrópuþingsins (sem hefur það hlutverk að rannsaka hvað fór fram í Covid faraldrinum), og svara spurningum varðandi kaup ESB á 4,5 milljörðum skammta af „bóluefnum,“ einkaskilaboð hans og framkvæmdastjora ESB og fleira, héldu sex þingmenn blaðamannafund á Evrópuþinginu þar sem upplýst var hvað fór fram í yfirheyrslum gærdagsins  sem sjá má hér:

Þingmaðurinn Cristian Terhes frá Rúmeníu opnaði blaðamannafundinn og sagði að Bourla hafi sent fyrir sig fulltrúa, Frk. J. Small, sem gat ekki, var ekki hæf til, eða vildi ekki svara mörgum af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir hana (en staðfesti þó að Pfizer hafi ekki prófað hvort „bóluefnin“ kæmu í veg fyrir dreifingu smita.) „Hvað er verið að fela fyrir fólkinu... J. Small var spurð hvenær ætti að opinbera samningana en sagði það ekki væri ekki hægt vegna hagsmuna framleiðandans.“ Tehres sagði líka að Pfizer hafi notað fundinn til að auglýsa vöruna sína, en ekki svarað spurningum.

Francesca Donato frá Ítalíu sagði meðal annars að framferði Pfizer væri ömurlegt og óviðunandi innan hins lýðræðislega ramma Evrópusambandsins, þar sem forstjóri Pfizer hafi ekki mætt og svo virðist sem hann ætli ekki að svara lögmætri spurningu um einkaskilboð hans og Ursula von der Layen, varðandi kaup ESB á bóluefninu, sem von der Layen neitar að birta. Borgarar eiga rétt á að vita hvernig skattfé þeirra er varið, sagði Donato.

Sylvia Limmer frá Þýskalandi ítrekaði skömm þess að Bourla skyldi ekki mæta og nefndi allan þann fjölda grunlausra borgara sem trúði því að „bóluefnin“ hefðu 95% virkni og væru algjörlega örugg. Þetta fólk borgaði ekki aðeins fyrir lyfin með sínu skattfé, heldur líka með heilsu sinni. Limmer sagði það óskiljanlegt að þessi lyf hafi fengið markaðsleyfi, á tímum þegar helstu fjölmiðlar geta ekki einu sinni lengur falið skaðann sem þessi lyf hafa valdið. Hún sagði að J. Small frá Pfizer hafi engu viljað svara varðandi spurningar hennar um dagsetningar og samþykki þessara „bóluefna.“

Þingmaðurinn Ivan Sincic frá Króatíu sagði að í Króatíu þekktu menn hvernig kaupin á eyrinni gengju fyrir sig hjá Pfizer og rifjaði upp mútugreiðslur til lækna þar í landi og eins í Búlgaríu. Pfizer var sektað fyrir um 10 árum 60 milljónir dollara vegna þess og nokkrum áður hafði Pfizer verið sektað um 2,3 milljarða dollara fyrir rangar auglýsingar.

Þegar við erum með þess konar fyrirtæki sem nota einkaskilaboð til að hafa samskipti við valdhafa...þá hljótum við að spyrja um hagsmunaárekstra og ef um árekstra er að ræða þá er það fyrsta skrefið í átt að spillingu. Sincic lauk máli sína með því að ítreka kröfu um afsögn framkvæmdastjóra ESB og sagði að svona vinnubrögð ætti ekki að líða í lýðræðislegu samfélagi.

Christine Anderson frá Þýskalandi sagði að fundurinn með Pfizer í gær sýndi enn og aftur að Evrópuþingið væri ekkert annað en risastór leiksýning, lýðræðisleg blekking til að láta Evrópubúa halda að þingið sé að verja hagsmuni fólksins. Þannig er það ekki, og heilbrigðisráðherrar sambandsríkjanna og fulltrúar lyfjafyrirtækjanna neituðu ekki aðeins að svara spurningum heldur héldu þeir áfram að dreifa röngum upplýsingum um „öryggi og virkni“ mRNA sprautuefnanna. Þeir héldu áfram að gera lítið úr, eða neita fyrir, alvarlegan skaða efnanna og þeir halda áfram að láta Ursula van der Layen komast upp með að birta ekki einkaskilboð hennar og forstjóra Pfizer varðandi kaupin á „bóluefnunum.“

Upptöku af fundinum, þar sem þingmenn spyrja hvað sé verið að fela fyrir fólkinu og fleira, má sjá hér neðar og þingmennirnir koma fram á eftirfarandi mínútum:

00:48 - MEP Francesca Donato frá Ítalíu
04:38 - MEP Cristian Terhes frá Rúmeníu
12:56 - MEP Virginie Jeron frá Frakklandi
15:01 - MEP Sylvia Limmer frá Þýskalandi
18:26 - MEP Ivan Sincic frá Króatíu
22:41 - MEP Christine Anderson frá Þýskalandi


Skildu eftir skilaboð