Haffi Haff: „Þú verður bara að velja frelsi“

Erna Ýr ÖldudóttirErna Ýr Öldudóttir, Fræga fólkið, LífiðLeave a Comment

„Þú verður bara að velja frelsi. Fyrir mig er þetta þannig að ég verð að létta, eða leyfa hlutum að fara. Að sleppa,“ segir Haffi Haff (Hafsteinn Þór Guðmundsson) í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni.

Haffi Haff er samkynhneigður og ólst upp í Bandaríkjunum. Hann er kirkjuvörður í Hallgrímskirkju, en þekktari sem tískufrömuður, sminka og skemmtikraftur.

Haffi Haff elskar Jesú og vill fá Trump aftur

„Orðin Trump og Jesús eru tvö mest pólariserandi orðin í heiminum í dag. En ég er tilbúinn að tala bæði um Trump og Jesú, af því að ég verð að vera heiðarlegur við sjálfan mig og aðra. Ég virði það að annað fólk hafi aðrar skoðanir en ég á stjórnmálum og trúarbrögðum, en að sama skapi finnst mér ég hafa fullan rétt á að hafa mínar skoðanir.“

Nánar er fjallað um þáttinn á DV og hægt er að hlusta á hann í heild sinni í áskrift að podkasti hjá Sölva Tryggvasyni.

Skildu eftir skilaboð