Engin löggæslustofnun óskaði eftir setningu neyðarlaga á Frelsislestina

frettinErlent, StjórnmálLeave a Comment

Í febrúar sl. beitti Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, neyðarlögum sem hugsuð eru til notkunar í stríðsástandi sem ógnar tilvist Kanada, til þess að brjóta niður mótmæli Frelsislestarinnar í Ottawa.

Í dag 13. október munu hefjast opinberar yfirheyrslur vegna þessa örlagaríka atburðar í sögu Kanada. Tugir vitna, þar á meðal frelsislestarhetjan Tamara Lich og forsætisráðherrann sjálfur, munu bera vitni við yfirheyrslurnar.

Spurningin sem fólk hefur: „Hver voru rökin fyrir því að beita slíkum völdum?“

Það er vitað að vinstrisinnaðir og stjórnsamir Kanadamenn sem líkaði tilurð aðskilnaðarstefnu stjórnar Trudeau á grundvelli þess hvort fólk hafði látið sprauta sig með C-19 „bóluefnum“ eða ekki, litu á flutningabílstjórana sem „jaðar minnihlutahóp“ sem væri með óþægindi. Hins vegar hafa viðbrögð við beitingu neyðarlaganna verið minna en jákvæð þegar á heildina er litið.

Almannaöryggisráðherrann laug - sagði löggæslustofnanir vilja virkja neyðarlögin

Þegar neyðarlögin voru virkjuð fullyrti t.d. almannaöryggisráðherrann Marco Mendicino við mörg tækifæri að lögreglan hefði þrýst á að virkjun neyðarlaganna.

Hér má sjá ráðherrann fullyrða þetta við fleiri en eitt tækifæri.

Síðar hefur komið í ljós að þetta stóðst ekki hjá ráðherranum og þá hefur ráðherrann farið að halda því fram að orð hans hafi verið misskilin.

Fyrir liggur hins vegar að hvorki alríkislögreglan (RCMP), staðarlögreglan í Ottawa þangað sem Frelsislestin fór, eða herinn óskuðu eftir að neyðarlögin yrðu virkjuð eða töluðu fyrir beitingu þeirra eins og ríkisstjórn Trudeau hefur haldið fram.

CSIS æðsta öryggisstofnun Kanada sem fylgdist með mótmælum Frelsislestarinnar á sínum tíma gaf út nokkrar skýrslur um greiningar sínar á mótmælunum og í þeim var staðfest að mótmæli Frelsislestarinnar fælu ekki í sér neina öryggisógn fyrir Kanada.

Justin Trudeau forsætisráðherra hefur víða verið fordæmdur fyrir einræðistilburði sína og það ofbeldi sem hann sýndi Frelsislestinni, þar á meðal á Evrópuþinginu í mars sl. þegar hann var þar sem gestur.

Heimild

Skildu eftir skilaboð