Varð ófrísk af tvíburum eftir nauðgun: segir börnin hafa bjargað lífi sínu

frettinErlent, LífiðLeave a Comment

Nancy Kelly er 55 ára kona sem í dag talar gegn fóstureyðingum og segist enn í dag heyra hljóðið af öskri ófædds barns síns sem hún lét eyða.

Hljóðið hefur ásótt hana frá þeim degi og heyrir hún enn þessi öskur. Það hafði svo mikil áhrif á hana að hún kaus að fara ekki í fóstureyðingu þegar að hún varð ófrísk af tvíburum eftir að henni var nauðgað nokkrum árum síðar.

Í dag er Kelly talsmaður lífsins og segir stolt frá því að tvíburarnir hennar sem nú eru 21 árs, hafi í raun bjargað lífi hennar.

Kelly var misnotuð í æsku sem leiddi til lauslætis hjá henni og varð hún ófrísk um tvítugt. Þáverandi kærasti hennar neyddi hana til að fara í fóstureyðingu.

Það sem hún heyrði þann dag var „sálarmeiðandi öskur“, og trúir því að ófætt barn sé ekki bara „frumuklumpur“.

„Ég sver enn þann dag í dag, að þegar þeir voru að rífa hluta af líkama barnsins míns úr mér, heyrði ég öskur,“ sagði hún við The Epoch Times. „Ég meina, að láta rífa útlimina af líkamanum, einn í einu er sársaukafullt. Barn er meira en frumuklumpur, barn er líf, segir Kelly.

Tvíburarnir Gracie og Ryan.

Kelly starfaði sem hjúkrunarfræðingur á John Hopkins sjúkrahúsinu í Baltimore þegar hún var rúmlega þrítug. Hún hafði upplifðað alvarlega áfallastreituröskun vegna  fóstureyðingarinnar sem hún hafði gengist undir 10 árum áður. Áfallið var það mikið að hún var enn að glíma við áfallastreituna áratugi síðar, þar til hún fann trúnna.

Þegar Kelly var orðin fimm barna móðir komst hún að því að hún væri ófrísk aftur, í þetta sinn eftir nauðgun og fékk að vita að hún gengi með tvíbura. Kelly hafði farið í ómskoðun og rifjaði þá stund þegar læknirinn bauð henni að undirgangast fóstureyðingu. En sú sára minning af barninu sem hún lét eyða, varð til þess að hún hafnaði aðgerðinni og kaus að bjarga tveimur mannslífum.

Kelly segir að þegar hún lítur til baka telur hún að það hafi verið innsæið frá Guði sem er innra með okkur öllum, jafnt trúuðum sem trúlausum, sem fékk hana til að hafna fóstureyðingunni. Henni fannst hún ekki þess virði að vera móðir ef hún myndi eyða þessum lífum.

Hún segir að sumir í samfélaginu haldi í þá hugmyndafræði eða trú að börn sem getin eru vegna nauðgunar ætti að vera eytt, eða réttara sagt drepin. Jafnvel sumir íhaldssamir einstaklingar telja fóstureyðing vera í lagi ef um nauðgun er að ræða, segir Kelly.

Nancy Kelly með tvíburunum sínum

Kelly var spurð hvort hún hefði viljað sjá andlit nauðgarans  í andlitum barna sinna það sem eftir er ævinnar, eins og það væri næg ástæða til að binda enda á líf þeirra.

Það var ekki bara innsæi hennar heldur líka trúin sem gaf henni visku til að hrekja þá mýtu – hún áttaði sig á óvæntri blessun sem kom út frá ömurlegri lífsreynslu þegar henni var nauðgað.

Kelly varð fyrir andlegri vakningu eftir að hún flutti til Alabama til að fjarlægjast manninn sem hafði nauðgað henni. Það var ekki auðvelt að flytja í nýjan bæ þar sem hún þekkti engan og hafði enga vinnu til að framfleyta stóru fjölskyldu sinni. Samfélag kristinna manna tók Kelly að sér og veitti henni húsaskjól. Í tvö ár bjó Kelly með börnin í kvennaathvarfi fyrir heimilislausar konur. Á þessum tíma var Kelly ekki orðin trúuð en hún þurfti að mæta reglulega í biblíuskóla, þar sem nóg var af „reiðum konum“ þar sem þær létu öllum illum látum og voru með uppsteyt í kennslunni.

Það var svo einn dag sem að Kelly hitti eina dásamlega kristna konu sem náði að snerta hjarta hennar. Þetta kvöld fór ég inn í herbergið mitt og bara grét og grét, og ég sagði: „Guð ef þú ert raunverulegur, þá verður þú að sýna mér það, því á þessum tímapunkti finnst mér eins og þú hafir yfirgefið mig og skilið mig eftir í að velta mér upp úr synd minni, og ég á þetta ekki skilið, sagði hún upphátt.“

Á þeim tímapunkti kom yfir mig friður sem staðfesti fyrir mér að Guð væri raunverulegur, segir hún.

Þessi staðfesting gerði lífið ekki auðveldara en það varð hins vegar mun auðveldara að takast á við lífið. Svipaður skilningur rann upp fyrir henni þegar hún ól upp tvíburabörnin sín, Gracie og Ryan. Í þeim sá Kelly hvernig hryllingurinn yfir því sem fóstureyðingar höfðu valdið lífi hennar, gat verið svo mikil andstæða við þær óvæntu blessanir að velja lífið - Guð gerði það mögulegt.

Ég horfði daglega á andlit barna minna og vissi að það voru þessi tvö sem vantaði, þetta voru andlit sem ég hefði aldrei kynnst, faðmlög sem ég hefði aldrei fengið að upplifa og hlátur sem ég hefði aldrei fengið að heyra. Guð blessaði mig með því að láta mig verða þungaða af þessum börnum, segir hún.

Ef það væri ekki fyrir þau þá hefði mér kannski ekki fundið lífið þess virði að lifa því. Þau gáfu mér tilgang til að halda lífinu áfram.

Ef ég hefði gefið börnin mín til ættleiðingar þá hefði ég ekki fengið þá blessun að horfa á og segja: „Þetta er ástæðan". Biblían segir að Guð taki allt jafnvel slæma hluti og noti það þeim til góðs þeim sem elska og trúa að sönnu. Hann elskar alla menn og gefur okkur tilgang.

Lífið fór að að batna á eftir

Ein af konunum úr kirkjunni hringdi í mig og sagði: „Ég heyrði að þú takir að þér heimilisþrif, og ég þarf einhvern til að þrífa heimili mitt,“ segir Kelly. „Og ég hló og svaraði: „Nei, ég hef ekki verið í heimilisþrifum en ef þú vilt að einhver hjálpi þér með það, þá get ég vel notað smá aukapening, segir hún.

Innan fárra vikna var hún komin með starf sem ræstitæknir og farin að geta framfleytt sér og krökkunum sínum sjö.

Í dag hafa Kelly og sonur hennar helgað líf sitt trúnni. Ryan stefnir jafnvel að því að verða kirkjuleiðtogi. Á meðan býr dóttir hennar Gracie hjá elstu systur sinni í öðru fylki þar sem hún ætlar að fara í háskóla.

Mæðginin á góðri stund á jólunum

Kelly furðar sig á því að enn þann dag er þeirri illu mýtu haldið á lofti  af ákveðnum hópum samfélagsins: að „börn nauðgara“  eigi einhvern veginn skilið að deyja en ekki skilið að lifa. Þetta hefur verið sársaukafullt fyrir mæðginin og skilja þau ekki að slíkt viðhorf skuli þykja eðlilegt.

Af grimmdinni sem kemur frá ákveðnum sviðum samfélagsins telur Kelly að „Satan sé duglegur að vinna, að snúa góðu í illt, en samt finnur hún huggun í að segja öðrum hvernig það er að velja lífið sem kalla má blessun í dulargervi sem bjargaði lífi hennar.

Kelly bendir á hversu mikilvægt sé að samtök bjóði upp á öflugt stuðningsnet fyrir konur í neyð, hvort sem það er gisting, matur, fatnaður, húsgögn og fleira, og bendir á að margt smátt geri eitt stórt.

Kelly segir svo að lokum, „Þegar ég fer til himna og ef einhver segir við mig: „Ég hitti Jesú vegna þín,“ eða: „Ég gaf ekki barnið mitt vegna þinnar sögu, eða: „Ég er hér vegna þess að móðir mín tók ákvörðun um að eignast mig vegna þinnar frásagnar, þá er tilgangi mínum náð og það er mælikvarði minn á árangur, segir móðirin.

Þýdd umfjöllun úr Epoch times.

Skildu eftir skilaboð