Forsetaefni Demókrataflokksins tilkynnir brottför sína úr flokknum og hvetur aðra til hins sama: „elítískur stríðsglæpaflokkur“

frettinErlent, Stjórnmál1 Comment

Fyrrum þingkona og forsetaefni 2020, Tulsi Gabbard, hefur tilkynnt brottför sína úr Demókrataflokknum í Bandaríkjunum og segir hann „elítískan stríðsglæpaflokk“.

Í tilkynningu á Twitter segir hún: „Ég get ekki lengur verið í lýðræðisflokki nútímans sem er undir algerri stjórn elítískrar stríðsárásarmanna, knúin áfram af hugleysingjum sem eru að sundra okkur með sinni úrkynjuðu woke stefnu.

Gabbard segir að flokkurinn hafi breyst úr því að vera lýðræðislega þenkjandi flokkur yfir í fasískan flokk sem stundar ritskoðun, sögufölsun og reynir að koma í veg fyrir tjáningafrelsið, sem er andlýðræðislegt.

Þingkonan fv. segir í tísti á twitter að Demókrataflokkurinn sem hún gekk í, þ.e flokkur JFK og MLK ásamt Big Tent, hafi barist fyrir tjáningarfrelsi og borgaralegum réttindum; „sá flokkur er ekki lengur til,“ segir hún.

Gabbard segir að Demókrataflokkurinn sé nú undir algerri stjórn stríðsáróðurs og elítíuafla. „Þess vegna hætti ég og þess vegna bið ég ykkur um að sameinast mér og hætta í þessu skaðlega stórnmálaafli,“ segir hún.

Gabbard segir stóra og mikla gjá hafa myndast á milli stóru bandarísku flokkanna tveggja og að komandi þingkosningarnar þann 8. nóvember munu skera úr um hvort Repúblikanar eða Demókratar stjórni þinginu. Brottför Gabbard þykir nokkurt högg fyrir bandaríska þingið og munu niðurstöðurnar hafa áhrif á seinni hluta kjörtímabils Joe Biden forseta.

Um helgina sagði Gabbard að ríkisstjórninni væri sama um bandarísku þjóðina og að hún snérist um eiginhagsmunaöfl.

„Hin stóra Washington rænir okkur til að þjóna hagsmunum hins alþjóðlega og stundar fákeppni í vopnaframleiðslu á meðan við eigum í erfiðleikum með að borga fyrir bensín, mat og leigu og hermenn okkar leita á náðir hjálparsamtaka,“ segir Gabbard í tísti.

Árið 2012 varð Gabbard fyrsti bandaríski hindúinn sem var kjörin á þing.

Þingkonan segir í yfirlýsingu:

„Ég trúi á ríkisstjórn sem er samsett af fólkinu og fyrir fólkið. Því miður gerir Demókrataflokkurinn það ekki lengur. Þess í stað stendur hann fyrir ríkisstjórn, af og fyrir hina voldugu elítu. Ef þið þolið ekki lengur þá stefnu sem svokallaðir woke hugmyndafræðingar Demókrataflokksins standa fyrir og eru að taka landið okkar, býð ég ykkur að ganga til liðs við mig.“

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá hallast Demókrataflokkurinn til vinstri í stjórnmálum og Repúblikanar til hægri, en margir vinstri flokkar á Vesturlöndum hafa sótt innblástur til flokksins.

Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér neðar í fyrsta þætti Tulsi Gabbard show:

One Comment on “Forsetaefni Demókrataflokksins tilkynnir brottför sína úr flokknum og hvetur aðra til hins sama: „elítískur stríðsglæpaflokkur“”

  1. Tulsi Gabbard talar af mikilli skynsemi, augljóslega á slík manneskja ekkert erindi í Demókrataflokkinn! Margir halda að Demókrataflokkurinn sé vinur litla mannsins, en það er svo langt frá því að vera rétt. Þetta er flokkur elítunnar í Bandaríkjunum en kemur fram undir fölsku yfirskini og, því miður, falla margir fyrir þeirra áróðri sem fjölmiðlar bera út gagnrýnislaust.

Skildu eftir skilaboð