Þingkosningar í Bandaríkjunum – spár sýna Repúblikana með forskot

frettinErlent, Ingibjörg Gísladóttir, Stjórnmál1 Comment

Það eru ekki nema þrjár vikur til kosninga í Bandaríkjunum. Margar spár eru í gangi en skv. Statista hafa Repúblikanar 1.6% forskot. Spáð er jöfnum fjölda í Öldungadeildinni en samkvæmt könnun CBS News munu Repúblikanar fá 224 sæti í fulltrúadeildinni en Demókratar 211. Þar segja menn að verðbólga og hækkandi bensínverð hvetji menn til að kjósa Repúblikana en að helsta tromp Demókrata, andstaðan við að Roe gegn Wade hafi verið fellt úr gildi og hvert fylki setji sína löggjöf um fóstureyðingar vegi ekki nógu mikið.

Fólk af asískum ættum, gyðingar og múslimar hafa lengi kosið Demókrataflokkinn, eða 60-70% þeirra. Asíubúarnir gætu þó hafa þreyst á glæpum og lögleysu þar sem þeir búa, múslimar eru ekki hrifnir af hugmyndinni um mörg kyn og skv. Bari Weiss (sem er gyðingur) þá er woke-ismi Demókrata gyðingum stórskaðlegur, svo ef til vill má vænta breytinga þar. Mestu fylgisbreytingar virðast þó verða hjá fólki af rómönskum uppruna. Samkvæmt nýrri könnun frá NBC/Telemundo þá hefur stuðningur þeirra við Demókrata minnkað um helming síðasta áratuginn. Fimmtíu og fjögur prósent þeirra sögðust vilja að Demókratar stjórnuðu Fulltrúadeildinni en 33% vildu hafa hana undir stjórn Repúblikana. Repúblikanar hafa unnið í því að laða fólk af rómönskum uppruna að flokknum með því að setja slíkt fólk í baráttusæti í komandi kosningum, þar á meðal margar konur.

Blökkumenn eru dyggir kjósendur Demókrata, 90% þeirra kusu Demókrata í sömu kosningum 2018. Ný gögn frá Rasmussen sýna þó að ef kosið yrði nú þá myndu Republikanar fá 22% atkvæða þeirra. Bæði er að mjög frambærilegir svartir menn eru á lista hjá þeim, Herschel Walker, Burgess Owens og Tim Scott til dæmis. Svo gæti Blexit áhrifanna einnig gætt en Candace Owens og félagar hafa verið óþreytandi að segja svörtu fólki að koma sér af plantekru Demókrata. Þeir vilji þeim ekki vel - hafi sannfært þá um að þeir séu í varanlegu fórnarlambshlutverki, utangarðs í Ameríku - en það sem þeir vilji sé bara að hirða atkvæði þeirra til að halda völdum.

Trúlegt er að stríð foreldra gegn skólanefndum grunnskóla sem þykjast vita best hvað gildi skuli innræta nemendum muni hafa áhrif. Foreldrafundir hafa ekki alltaf farið friðsamlega fram er foreldrar hafa mótmælt stefnu um kynlaus salerni, innrætingu kynþáttahyggju, hugmynda um að kyn sé eitthvað sem menn geti valið sér og klámfengu lestrarefni á skólabókasöfnum. Sú barátta stendur enn. Hinn 14 október var skólafundur í Dearborn, Michigan þar sem um helmingur íbúa er af arabískum uppruna og flestir múslimar. Fundur er halda átti fyrr í vikunni hafði leystst upp, m.a. með köllum um að kjósa nýja skólanefnd, en á fimmtudaginn tókst að halda hann í 600 manna sal. Foreldrar þar mótmæltu klámfengu og óæskilegu lestrarefni líkt og aðrir íhaldssamir foreldrar hafa gert - og sömu bókunum - bókum sem boða trans hugmyndafræði, dýrkun kynlífs og almennt lauslæti og kenna ungum strákum verklega tækni í samkynhneigðu kynlífi. Í Dearborn hafa sjö bækur nú þegar verið teknar úr umferð.

Kosið verður 8. nóvember.

One Comment on “Þingkosningar í Bandaríkjunum – spár sýna Repúblikana með forskot”

  1. Það er vonandi að sem flestir Bandaríkjamenn sjái í gegnum áróður vinstri-sinnaðra fjölmiðla og hafni Demókrataflokknum. Þeir hafa ekki hag almennings að leiðarljósi og hafa sýnt það margoft í verki. Og gjörspilltur forsetinn, Joe Biden, er með elliglöp á alvarlegu stigi en fjölmiðlahórurnar halda yfir honum verndarhendi. Ótrúlegt!

Skildu eftir skilaboð