Forstjóri Facebook flýgur um á einkaþotu – yfirlýstur talsmaður loftslagsaðgerða

thordis@frettin.isErlent, Fræga fólkið, LoftslagsmálLeave a Comment

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, sem er yfirlýstur talsmaður aðgerða í loftslagsmálum, á einkaþotu sem brenndi þotueldsneyti fyrir að andvirði meira en 158.000 dala (23 milljónir ísl.kr.) á innan við tveimur mánuðum.

Þota Zuckerbergs, af gerðinni Gulfstream G650, brenndi eldsneytinu í 28 mismunandi ferðum á milli 20. ágúst og 15. október á þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá flugrakningarhugbúnaðinum ADS-B Exchange sem forritarinn Jack Sweeney tók saman. Þotan hefur farið þvers og kruss yfir meginland Bandaríkjanna og ferðast til Pennsylvaníu, Massachusetts, New York, Texas og nokkurra annarra fylkja, oft áður en hún snýr aftur til bækistöðvar sinnar í San Jose í Kaliforníu.

Í þessum ferðum losaði einkaþota Zuckerbergs meira en 253 tonn af kolefni, gróðurhúsalofttegund sem sumir sérfræðingar segja að stuðli að hlýnun jarðar og loftslagsbreytingum. Til samanburðar má nefna að meðal Bandaríkjamaður er með heildar kolefnisfótspor upp á 16 tonn á ári á meðan meðalmaður á jörðinni er sagður brenna um 4 tonnum á ári. Miðað við þessa tæplega tveggja mánaða losun þotunnar losar hún um 100 sinum fleiri tonn á ári en meðal Bandaríkjamaður!

Gulfstream hefur farið nokkrar langferðir yfir landið á síðustu tveimur mánuðum, en einnig margar stuttar ferðir. Sem dæmi fór þotan aðeins 18 mílur á milli tveggja flugvalla í Arizona 15. október og 28 mílur frá Carlsbad í Kaliforníu til San Diego 28. ágúst.

Hefur útdeilt fé og verið með yfirlýsingar um loftslagsmál og aðgerðir

En þrátt fyrir mikið kolefnisfótspor þotu sinnar á innan þessara tveggja mánaða, sem er 15 sinnum stærra en kolefnisfótspor meðal Bandaríkjamanns á heilu ári, hefur Zuckerberg oft gefið fé til loftslagsbreytinga og talað um mikilvægi þess að stöðva hlýnun jarðar fyrir komandi kynslóðir. Facebook hefur einnig reynt að berjast gegn svonefndum „röngum upplýsingum“ (að þess mati) um loftslag á vettvangi sínum.

„Það er kominn tími á að kynslóð okkar skilgreini opinber markmið“ sagði Zuckerberg í upphafsávarpi við Harvard háskóla árið 2017. „Hvað með að stöðva loftslagsbreytingar áður en við eyðileggjum jörðina og fá milljónir manna til að taka þátt í framleiðslu og uppsetningu sólarrafhlaðna?“.

„Við skiljum að stærstu áskoranir okkar þurfa líka alþjóðleg viðbrögð - ekkert land getur barist við loftslagsbreytingar eitt og sér eða komið í veg fyrir heimsfaraldur“ hélt hann áfram. „Framfarir krefjast þess að sameinast ekki bara sem borgir eða þjóðir, heldur einnig sem alþjóðlegt samfélag.“

Nokkru síðar tilkynnti Facebook að fyrirtækið myndi opna upplýsingamiðstöð loftslagsvísinda og leggja til eina milljón dala til stofnana sem vinna að því að berjast gegn „röngum upplýsingum“ um loftslagsmál.

„Loftslagsbreytingar eru eitt brýnasta vandamálið sem hefur áhrif á heiminn okkar í dag og Meta er staðráðið í að hjálpa til við að takast á við þessa alþjóðlegu áskorun“ sagði Facebook sem er móðurfyrirtæki Meta í tilkynningu 16. september 2021.

Chan Zuckerberg Initiative, sjálfseignarstofnun (og greiðir því ekki skatta) stofnuð af Zuckerberg og eiginkonu hans Priscilla Chan árið 2015, hefur lagt tugi milljóna dollara til loftslagsframtaks. Í febrúar sögðust samtökin ætla að gefa 44 milljónir dala til rannsókna og þróunar á tækni sem fjarlægir kolefnislosun úr lofti.

Ríka fólkið vill augljóslega aðrar leikreglur fyrir sig

Eins og alltaf hefur ríka fólkið sínar skýringar á því að það fari ekki eftir þeim leikreglum og takmörkunum sem það vill setja almenningi. Ósjaldan er vísað til hættu og öryggis, eins og Facebook hefur gert varðandi Zuckerberg sem segir notkun hans á einkaþotu vera hluta af „öryggisáætlun“ hans. Samkvæmt Facebook flýgur Zuckerberg með einkaflugvél vegna „mikils sýnileika“ Facebook og „sérstakra ógna“ við öryggi hans.

Þetta svar er athyglisvert í ljósi þess að Zuckerberg auglýsir sig sem sérstakan góðgerðamann þegar kemur að því að berja niður „rangar upplýsingar“ og við að vernda lífið á jörðinni og ætti hann því að vera elskaður og dáður, enda hagi hann lífi sínu í samræmi við þetta.

Zuckerberg er nýjasta dæmið um fræga einstaklinga sem hafa verið áberandi í loftslagsbaráttunni en einkaþotunotkun dregið úr trúverðugleikanum og vakið upp spurningar. Leonardo DiCaprio, Harrison Ford og Steven Spielberg hafa t.d. verið staðnir að því að ferðast oft á einkaþotum á sama tíma og þeir lýsa djúpum áhyggjum sínum af hlýnun jarðar af mannavöldum.

Fox Business sagði frá.

Skildu eftir skilaboð