Guðlaugur Þór býður sig fram til formennsku Sjálfstæðisflokksins

frettinStjórnmál1 Comment

Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti rétt í þessu að hann muni bjóða sig fram sem formann Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur sagði í ræðu sinni að það sé áhyggjuefni hversu margir hafi yfirgefið flokkinn, flokkurinn sé breiðfylking og mikilvægt sé að vinna með grasrótinni til að ná upp trausti á ný.

Guðlaugur segir að hann sé ekki einn í framboði heldur séu það samherjar sem séu að bjóða sig fram, og hann gæti aldrei gert þetta án stuðnings sinna bandamanna innan flokksins.

Guðlaugur var spurður hvort að þetta væri merki um klofning innan flokksins en hann segist ekki telja svo vera.

Mikil aðsókn var á fundi Guðlaugs sem  haldin var í Valhöll og var fullt út úr dyrum og virðist því ríkja mikil bjartsýni með framboðið.

Bjarni Benediktsson sagði á Sprengisandi í morgun að ef að hann tapaði formannsslaginum muni hann hætta í stjórnmálum.

Ljóst þykir að mikil átök verða um formannsembættið því þeir Guðlaugur og Bjarni leiða hvor sína fylkinguna innan Sjálfstæðisflokksins.

Guðlaugur gaf svo lítið fyrir fullyrðingar Bjarna um að ríkisstjórn Íslands myndi slitna ef hann missti formannsstólinn. „Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem er í ríkisstjórn, síðast þegar ég vissi,“ segir Guðlaugur.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er haldinn að jafnaði annað hvert ár en hefur ekki verið haldinn síðan árið 2018 vegna Covid aðgerða. Fyrst átti hann að fara fram dagana 13.-15. nóvember árið 2020 en einungis 200 manns máttu koma saman þá vegna fjöldatakmarkana.


Image

One Comment on “Guðlaugur Þór býður sig fram til formennsku Sjálfstæðisflokksins”

  1. not Guðlaugur and not Bjarni. It should be Arnar Þór Jónsson. Only Arnar have capacity to restore this political party and Iceland in general.Everything else is only cosmetic and not a substantial change

Skildu eftir skilaboð