Lokunarsinnar biðja um fyrirgefningu

frettinGeir Ágústsson, Pistlar5 Comments

Eftir Geir Ágústsson:

Svolítil grein í stóru bandarísku vinstrisinnuðu tímariti hefur vakið svolitla athygli. Greinin, LET’S DECLARE A PANDEMIC AMNESTY, er athyglisverð að mörgu leyti. Þar segir meðal annars:

Við verðum að leggja þessi átök til hliðar og lýsa yfir sakaruppgjöf heimsfaraldurs. Við getum látið þá eiga sig sem dreifðu vísvitandi raunverulega röngum upplýsingum á meðan við fyrirgefum þeim sem neyddust til að taka erfiðar ákvarðanir með ófullkomnar upplýsingar því þeir höfðu ekki kost á öðru. Los Angeles sýsla lokaði ströndum sínum sumarið 2020. Séð í bakspeglinum er þetta ekki skynsamlegra en grímuklæddar fjallgönguferðir fjölskyldu minnar. En við verðum að læra af mistökum okkar og láta þau síðan renna eins og vatn til sjávar. Við verðum líka að fyrirgefa árásirnar.

Margir hafa brugðist harkalega við þessari beiðni um fyrirgefningu (og langar mig til dæmis að gera þessi orð að mínum -  sjá einnig neðar). Meðal annars fólk sem sá aðstandendur sína deyja eftir sprautu eða rotna lifandi í innilokun. Á að fyrirgefa fólki sem klagaði nágranna sína, hrópaði á ógrímuklætt fólk í búðum og hótaði ósprautuðum atvinnumissi og vinslitum? Á að fyrirgefa að heil kynslóð framhaldsskólanema svo gott sem missti af framhaldsskólaárum sínum? Á ég að fyrirgefa að börnum mínum var meinað að hitta margsprautaðan langafa sinn þegar hann var við orðinn mjög hrumur og var látinn úr hárri elli nokkrum mánuðum seinna?

Ég segi nei en ætla um leið að vorkenna þeim sem létu plata sig. Ég slapp raunar vel og sit ekki á neinum brunarústum eftir brennuvargana. Mínir vinir mismunuðu mér ekki. Ég brosti á móti þegar ég var skammaður fyrir grímuleysið í almenningssamgöngum og verslunum. Vinnufélagar mínir spurðu mig um fjölda sprauta í mér og hlupu ekki í burtu þegar ég sagði núll.

Ég ætla ekki að fyrirgefa þeim sem studdu við vitleysuna, því vitleysan olli mjög mörgum mjög miklum skaða, en ætla heldur ekki að biðja um að tindátunum hræddu sé refsað fyrir að fylgja í ótta einhverjum sem þeir gerðu að leiðtoga sínum.

Að lokunarsinnar séu að sýna svolitla iðrun er ágætt. Ég hef samt enga trú á því að þeir standi í lappirnar í næstu atlögu að samfélagi okkar. Þeir hafa ekki verðskuldað fyrirgefningu ennþá.

5 Comments on “Lokunarsinnar biðja um fyrirgefningu”

  1. Þetta fólk á ekki skilið neina fyrirgefningu því það sýndi enga miskunn eða umburðarlyndi gagnvart óbólusettum og hefur svo sannarlega ekki sýnt neina iðrun.

  2. Fyrirgefningin er grundvallargildi. Eitt af því af ógeðfelldara frá woke kúltúrnum er að þar er fyrirgefningin er ekki hátt skrifuð dyggð. Við þurfum að halda fast í gildi fyrirgefningarinnar því reynsla kynslóðanna sem á undan hafa gengið sýnir svart á hvítu að ef fyrirgefum ekki fer illla fyrir okkur. En réttlæti þarf fram að ganga engu síður. Það þarf að láta fólk sæta ábyrgð og gera þetta upp, þannig er hægt að læra og þroskast sem samfélag. Þetta ferli má aldrei endurtaka sig ættu að verða kjörorð þegar minnst verður á aðgerðirnar í Covid 19.

  3. Fyrirgefning án einlægrar iðrunar gerandans er tilgangslaus og hreinlega varasöm. Hefur einhver heyrt Joe Biden, Fauci og allt þetta lið sýna einhverja iðrun? Nei, þetta fólk vill bara að almenningur gleymi öllum þeirra myrkraverkum. Þetta fólk er eingöngu hrætt við að Repúblikanar vinni fulltrúadeildina í kosningum eftir helgina og fari að rannsaka allt þetta skelfilega Covid-mál.

Skildu eftir skilaboð