Ungur drengur sem var andlit auglýsinga fyrir Covid „barnabólusetningar“ lést skyndilega

frettinBólusetningar, ErlentLeave a Comment

Ungur drengur sem hafði tekið þátt í auglýsingaherferð fyrir Covid-19 sprautur fyrir börn í Argentínu lést skyndilega.

Drengurinn sem hét Santino Godoy Blanco og var fjögurra ára hafði verið andlit auglýsinga fyrir Covid-19 barnabólusetningar. Íbúar bæjarins San Miguel, þar sem litli drengurinn bjó, fengu áfall við fréttirnar og leiddi atburðurinn til þess að fjölskylda drengsins kvörtuðu til Dr. Raúl F. Larcade sjúkrahússins í bænum.

Að sögn móður hans hafði Santino verið veikur í viku og verið með háan hita. Hann var aftur á móti nokkrum sinnum sendur heim frá sjúkrahúsinu. Loks leiddi krufning í ljós að drengurinn hafi látist úr lungnabólgu, þótt hann hafi fengið mismunandi greiningar, þar á meðal maga- og barkabólgu. Hann er sagður hafa verið alheilbrigður áður en hann fékk Covid sprauturnar.

Hér neðar má sjá myndband af íbúum bæjarins fjölmenna við kirkjugarðinn og sleppa blöðrum, Santino til minningar:

Skildu eftir skilaboð