Umframdauðsföll lækka í Evrópu en Ísland hæst með 21,9% í september

ThordisTölfræðiLeave a Comment

Hagstofa Evrópu, Eurostat, mælir umframdánartíðni ESB ríkja auka annarra Evrópuríkja mánaðarlega.

Umframdánartíðni innan ESB ríkja lækkaði annan mánuðinn í röð eftir að hámarkið var +16% í júlí, sem var hæsta gildi sem mælst hefur til þessa árið 2022 og óvenju hátt fyrir júlímánuð. Ísland var í þeim mánuði með hæstu umframdauðsföllin eða + 55,8 % (en sú tala lækkaði síðar í +35% hjá Eurostat).

Umframdánartíðni í september 2022 lækkaði úr +13% í ágúst í +9% af meðalfjölda dauðsfalla á sama tímabili áranna 2016-2019. Það voru 30.000 umfram dauðsföll í september, segir í frétt Eurostat.

Samanborið við septembermánuð fyrri ára var umframdánartíðni +8% í september 2020 (28.000 umframdauðsföll) og +13% í september 2021 (44.000 umframdauðsföll).

Þessar upplýsingar koma úr gögnum um umframdánartíðni sem Eurostat birti í dag, byggt á vikulegri gagnasöfnun um dauðsföll. Innan ESB ríkjanna voru Finnland og Grikkland með hæstu umframdánartíðni +17%. Slóvakía var með -2% og Lúxemborg og Ungverjaland með +2% og Ísland með +21,9% og trónir því aftur á toppnum.

Hér má skoða tölur Eurostat og velja öll lönd eða nokkur til samanburðar.

Skildu eftir skilaboð