Fréttatilkynning frá Samtökunum 22 – Hagsmunasamtökum samkynhneigðra

frettinEldur Deville, Heilbrigðismál1 Comment

Fréttatilkynning:

Samtökin 22 - Hagsmunasamtök Samkynhneigðra voru stofnuð 22. febrúar síðastliðinn. Þau eru stofnuð af hóp samkynhneigðra einstaklinga sem telja sig ekki eiga samleið með hreyfingu kynjafræðinga og öfgasinna sem skilgreina sig sem hinsegin.

Þann 8. nóvember sl. sendi félagið okkar inn umsögn við 45.mál, þingskjal 45 á Alþingi er varðar breytingar á hegningarlögumViðbrögð við umsögn okkar og annarra sem togum ekki sömu "partílínu" og Samtök hinsegin fólks voru afar furðuleg.

Það er nokkuð augljóst að hérna eru hagsmunir ákveðinnar hugmyndafræði settir ofar hagsmunum barna og ungmenna. Viðbrögðin við umsögnunum eru svo harkaleg og öfgafull.

Þriðjudaginn 15. nóvember sagði framkvæmdastjóri Samtakanna 78 og varaþingmaður VG, Daníel E Arnarson eftirfarandi úr ræðustól Alþingis: „Haturssamtök gegn transfólki hafa í fyrsta sinn skilað inn umsögn til fastanefndar Alþingis. Þar er tilveruréttur trans fólks ekki einungis dreginn í efa heldur er sagt beinum orðum að transfólk sé hreinlega ekki til og samfélagið búi til transfólk með ólöglegum skurðaðgerðum og lyfjanotkun. Allt saman hið mesta bull. Samtök tengd þeim samtökum sem um ræðir eru á lista erlendis yfir opinber haturssamtök og deila þar sæti með nýnasistum og öðrum öfgasamtökum.“

Við höfum margoft beðið Daníel að tala við okkur. Óháðir aðilar út í bæ hafa einnig boðist til að leyfa okkur að takast á í umræðum á opinberum vettvangi. Við erum einfaldlega hunsuð. Fjölbreytileiki skoðana er ekki eitthvað sem er á dagskrá hjá þessari "neo-religious" hinsegin hreyfingu á Suðurgötunni, þó hún að mestu sé rekin með opinberu fé.

Ummælin sem Daníel lét falla hérna eru forkastanleg. Fyrir það fyrsta, þá eru þau röng. Fyrir það annað, þá er hann vanhæfur þar sem hagsmunaáreksturinn er augljós. Hann er eini launaði starfsmaður Samtakanna 78 í fullu starfi og það kemur ekki fram í hagsmunaskrá Alþingismanna. Þarna er þinghelginni misbeitt í algeru tilfinningauppnámi og í blindum "neo-religous" aktívisma sem rænir hann dómgreindinni.

Við höfum því sent erindi til Hr. Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis

Bestu kveðjur

Eldur
Talsmaður Samtakanna 22 - Hagsmunasamtaka Samkynhneigðra

[email protected]

Erindið má sjá hér:

One Comment on “Fréttatilkynning frá Samtökunum 22 – Hagsmunasamtökum samkynhneigðra”

  1. Rökstudd skoðun einhvers úti í bæ verður ekki að ,,hatri” / ,,upplýsingaóreiðu” bara af því að ég er ósammála henni.

    Ef ég vil hnekkja þeirri skoðun þarf ég að tefla fram betri rökum, en ekki tilfinningasúpu, fyrir minni eigin skoðun.

    Gáum að því.

Skildu eftir skilaboð