Að nota rafmagnsbíl gerir engan að umhverfishetju

frettinRafmagnsbílar2 Comments

Fjölmiðlamaðurinn John Stossel fékk orkusérfræðinginn Mark P. Mills hjá Manhattan Institute í Bandaríkjunum í viðtal til sín fyrir nokkrum dögum.

Í viðtalinu gefur Mills álit sitt á þeirri mýtu sem haldið er á lofti af stjórnmálamönnum og embættismönnum, n.t.t. að rafmagnsbílar geti komið alfarið í stað hefðbundinna bíla og að rafmagnsbílar séu umhverfisvænir og kolefnislosun þeirra núll.

Mills segir að rafmagnsbílar muni ekki breyta neinu meiriháttar hvað varðar kolefnislosun og notkun jarðefniseldsneytis. Í dag er fjöldi rafmagnsbíla í heiminum milli 15-18 milljónir. Ef fjöldinn færi í t.d. 500 milljónir, sem er reyndar mjög ólíklegt, myndi það aðeins minnka olíunotkun um 10%.

Ástæðan er að öll stærstu farartækin, flugvélar, skip, stórir flutningabílar og vörubílar sem m.a. eru notaðir í námugreftri til að útvega efni í rafhlöður munu þurfa jarðefnaeldsneyti.

Ekki eins umhverfisvænir og haldið er fram

Þá eru rafmagnsbílar ekki svo umhverfisvænir eins og sumir halda fram vegna þess að rafmagn er víða framleitt með gasi og kolum (sem er meirihlutinn t.d. í Bandaríkjunum).

Til að framleiða eina rafhlöðu þarf að grafa upp 230 tonn af grjóti. Þessi námuvinnsla er mikið byggð á þrælahaldi og barnaþrælkun.  Um 10-20 tonn af koltvíoxíð er losað út í andrúmsloftið við námugröftinn og við flutning bílahlutanna um heiminn og síðan framleiðslu rafmagnsbílsins.

Volkswagen gaf út skýrslu þar sem sagði að við keyrslu fyrstu 100 þúsund kílómetrana á rafmagnsbíl væri hann búinn að skila meira kolefni út í andrúmsloftið en hefðbundinn jarðefniseldsneytisbíll. Þetta þýðir að miðað við hefðbundna endingu bifreiða minnkar kolefnislosunin með notkun rafmagnsbíls aðeins um 20-30% miðað við hefðbundinn bíl. Það væri því alls ekki núll og ekki einu sinni nálægt því eins og markmiðið er alltaf sagt vera með innleiðingu rafmagnsbíla.

Rafhlöður eru lélegar til að geyma orku

Rafhlöður geyma illa orku og „leka“ orku. Olía hefur um 5000% meiri orku en rafhlaða á hvert eitt pund (0,45 kg). Þá eru rafhlöður í rafmagnsbílum þungar og þegar þær vega 500 kg af þyngd bílsins er rafhlaðan að koma í stað um 36 kg af bensíni. Þær þyngja því bifreiðar verulega sem eykur orkuþörfina.

Lögmál eðlisfræðinnar hindra það að rafhlöður verði eitthvað verulega kröftugri og minni en nú þegar er. Aðeins í kvikmyndum eins og Iron Man og Terminator verður hægt að vera með þessar litlu ofurorkurafhlöður. Raunveruleikinn er allt annar en skáldsögurnar.

Ekki nægt rafmagn til og flutningskerfið dugir ekki

Ef nota ætti sólarorku og vindmyllur til að framleiða allt rafmagnið sem Bandaríkin þurfa t.d. núna í vetur þyrfti gríðarlegt magn rafhlaðna til að geyma rafmagnið og það tæki um 400 ár að framleiða allar þær rafhlöður.

Flutningskerfi rafmagns þyrfti að tvöfalda til að hægt væri að flytja allt það rafmagn sem þyrfti og þá er ekki til nægilegt rafmagn í dag til að sinna allri rafmagnsþörfinni.

Ef ætlunin væri að framleiða meira rafmagn með sólarorku og öll Bandaríkin yrðu þakin sólarsellum myndi það einungis duga til að anna helmingi allrar rafmagnsþarfar Bandaríkjanna.

Þó svo að gerðar yrðu betri vindmyllur, sólarsellur, öflugri rafmagnslínur og rafhlöður þá myndi það aldrei duga né heldur geta sinnt þeim þörfum sem jarðboranir, námugröftur, gerð og notkun stórra véla o.s.frv. krefjast.

Orkukerfi samfélagsins hannað af embættismönnum

Í dag er orkukerfi samfélagsins hannað af embættismönnum en ekki verkfræðingum og afleiðing er verri orka, dýrari orka og meiri áhrif á umhverfið.

Notkun rafmagnsbíla gerir ekki notendur þeirra að umhverfishetjum þó gott sé að þeir verði til staðar eins og hefðbundnir bílar. Því þegar allt er skoðað í samhengi við hið mannlega samfélag og baráttuna við fátækt þá mun mannkynið þurfa alla þá möguleika sem bjóðast þegar kemur að orkugjöfum.

Hér má sjá viðtalið við Mills í tveimur hlutum og er fólk hvatt til að kynna sér það:

 

2 Comments on “Að nota rafmagnsbíl gerir engan að umhverfishetju”

  1. Ójarðtendtur rafmagnsbíll getur ekki verið annað en heilsuspillandi, allavega mundi ég persónulega ekki vilja aka um í svoleyðis farartæki.

  2. Smá leiðrétting. Í vídeóið var sagt: til að framleiða eina rafhlöðu þarf að grafa upp 230 tón af grjóti en ekki kg. Það er soltið mikið munur 🙂

Skildu eftir skilaboð