DeSantis fordæmir Alþjóðaefnahagsráðið: „viljum ekki sjá þessa stefnu í Flórída“

frettinErlent, StjórnmálLeave a Comment

Ríkisstjóri Fórída, Ron DeSantis, fordæmdi Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) og segir stefnur ráðsins „detta niður dauðar“ við komuna til Flórída.

DeSantis sagði Flórída ekkert vilja með Alþjóðaefnahagsráðið hafa að gera og að þessar stefnur Davos-elítunnar væru „dauðadæmdar“ í Flórída.

„Ég vil ekki láta þröngva gildum Davos klíkunnar upp á okkur, heldur vil ég styðjast við gildi Destin og Dunedin, þar sem ég ólst upp,“ sagði DeSantis.

„En eitthvað frá  World Economic Forum, þær stefnur detta niður dauðar við komuna til Flórída.“

Klaus Schwab, framkvæmdastjóri Alþjóðaefnahagsráðsins, tók þátt í nýliðnum G20 leiðtogafundi í Indónesíu þar sem hann sást spóka sig um í samskonar „einkennisbúningum“ og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, Joe Biden Bandaríkjaforseta o.fl.

Skildu eftir skilaboð