Twitter í ólgusjó

frettinErlent, Ingibjörg Gísladóttir2 Comments

Það var í janúar á þessu ári sem Elon Musk hóf að kaupa hlutabréf í Twitter og í apríl var hann orðinn stærsti hluthafinn. Þá var það sem hann gerði kauptilboð í félagið sem gekk loks í gegn 27 október síðastliðinn. Því hefur verið haldið fram að það hafi verið útilokun grínsíðunnar Babylon Bee frá miðlinum sem hafi gert útslagið hjá honum, en sem vitað er þá hefur Musk ágæta kímnigáfu. Babylon Bee er nú laus úr Twitter fangelsinu og birti nýlega innlegg um fyrrum starfsmann Twitter við að sækja um nýja vinnu og byggir það á orðrómi um að starfsmennirnir þyrftu ekki að leggja mikið á sig í vinnunni.


Reikningi  Babylon Bee var lokað (Daily Caller) hinn 20 mars eftir að hafa útnefnt heilbrigðisráðherrann, Rachel Levine, mann ársins eftir að USA Today hafði tilnefnt hann/hana konu ársins. Slíkt var talinn hatursglæpur. Fleiri eru nú lausir úr Twitterfangelsinu: Jordan Peterson hafði fjallað um leikkonu undir nafni sem hún/hann notar ekki lengur, Project Veritas hafði birt leynilega tekin myndbönd af starfsmönnum Twitter, Andrew Tate og Marjorie Taylor Green voru útlokuð fyrir að hafa skoðanir og svo er Donald Trump nú frjálst að tvíta, sem hann segist ekki ætla að gera, og halda sig við Truth Social.

Er Musk tók við stjórnartaumunum þá rak hann strax þá sem hann taldi gagnslitla fyrir fyrirtækið og fékk þá sem ekki treystu sér til að skila hámarksafköstum til að segja upp. Markmið hans er að Twitter verði fjármagnaður til jafns af auglýsendum og þeim sem vilja borga 8 dollara mánaðarlega fyrir að tvíta. Hann telur það ekki ganga upp að treysta eingöngu á auglýsendur því hætta er á að herjað verði á þá til að hætta að auglýsa á miðlinum. Slíkt er vel þekkt. Fjórum mánuðum áður en breska sjónvarpsstöðin GB News fór í loftið undir forustu gamalreynds fréttamanns frá BBC þá fór haturshópurinn Stop Funding Hate af stað með áróður gegn stöðinni, áður en neinn vissi hvernig hún yrði, og fékk væntanlega auglýsendur marga hverja til að halda að sér höndum. Musk á von á erfiðum róðri. Hinn 11/11 tvítaði hann: „Þar sem markmið Twitters er að leyfa borgaralegri blaðamennsku að njóta sín, þá mun fjölmiðlaelítan gera allt sem hún getur til að stöðva slíkt. Meginstraumsmiðlar munu enn þrífast, en aukin samkeppni frá almenningi mun gera fréttaflutning þeirra réttari, þar sem einokun þeirra á upplýsingum verður rofin."

Í þætti Joe Rogans viðurkenndi Mark Zuckerberg að FBI hefði beitt áhrifum sínum til að takmarka dreifingu fréttarinnar um fartölvu Hunter Bidens og má gera ráð fyrir að forstjóri Twitter hafi verið undir sambærilegum þrýstingi því Twitter lokaði alveg á fréttir af því máli. Margir aðilar hafa nú áhyggjur af því að Musk verði ekki mjög leiðitamur.   ESB kommissarinn Thierry Breton tvítaði daginn eftir að kaupin á Twitter gengu í gegn:  „Í Evrópu, mun fuglinn fljúga samkvæmt regluverki okkar,"  en Musk svaraði „Fuglinn er frjáls."

Mannréttindafulltrúi SÞ, Volker Türk sendi Elon Musk opið bréf og hvatti hann til að virða mannréttindi, Joe Biden sagði fulla þörf á að skoða hverjir hefðu fjárfest í Twitter. Forríkur Sádi mun vera þar á meðal en Twitter mun vera mjög vinsæll meðal ungra Sáda og woke gyðingurinn Jonathan Greenblatt hjá ADLfór á límingunum þegar hann frétti að Trump hefði fengið reikning sinn aftur og vildi helst láta loka Twitter. Óvíst er þó hve áhrif hans eru mikil því 45% gyðinga í Flórída studdu DeSantis í stríði hans gegn woke-ismanum í nýliðnum kosningum. Efist einhver um að Greenblatt sé woke þámá lesa á CNN að hann hafi skilgreint rasisma sem: „jaðarsetningu og/eða kúgun litaðs fólks byggða á stigveldi kynþátta þar sem hvítir hafa forréttindi."  en víkkað skilgreininguna út til að ná yfir trú, kynþátt, kynvitund, kynhneigð, uppruna og fleira.

2 Comments on “Twitter í ólgusjó”

  1. Það er enginn „Elon Musk“ til, þetta er tölvugerð fígúra

  2. Elon Musk er lélegur leikari sem hefur ekki rekið eða átt fyrirtæki. Öll þau fyrirtæki sem hann á að hafa stofnað eru á ríkis jötunni. Punktur og basta.

Skildu eftir skilaboð