Ástralir ráðleggja gegn fleiri sprautum fyrir 30 ára og yngri vegna hjartavöðvabólgu

frettinBólusetningar, ErlentLeave a Comment

Ólíklegt er ráðgjafanefnd um bólusetningar (ATAGI) í Ástralíu samþykki að fjórði Covid bóluefnasskammturinn verði gefinn yngri en 30 ára vegna aukinnar hættu á hjartavöðvabólgu og minnkandi ávinnings af fleiri skömmtum.

Eins og er, eru Ástralar sem taldir eru í mestri hættu á alvarlegum veikindum, auk þeirra sem eru 30 ára og eldri gjaldengir í fjórða skammtinn, þremur mánuðum eftir að hafa fengið þriðja skammtinn.

Þar sem ný Omicron-bylgja virðist handan við hornið hefur sumt ungt fólk í landinu óskað eftir annarri sprautu. En prófessor Allen Cheng, fyrrverandi varaformaður og núverandi meðlimur í ráðgjafanefnd um bólusetningar í Ástralíu (ATAGI), sagði við The Sydney Morning Herald í síðustu viku að líklegt væri að núverandi bólusetningaráætlun yrði áfram eins og hún er, í ljósi aukinnar hættu á hjartabólgum hjá ungu fólki.

„30 ára gamall einstaklingur sem fær Covid mun líklega ekki lenda í neinum sérstökum vandræðum ólíkt einhverjum 60 eða 70 ára,“ sagði prófessor Cheng. „Ef það er langt síðan eldri manneskja fékk síðasta skammtinn þá förum við að hafa áhyggjur.

Skildu eftir skilaboð