Þöggun, ritskoðun og gengisfelling vísindanna: Formaður Málfrelsis í viðtali hjá Jason Olbourne

frettinViðtalLeave a Comment

Síðastliðinn föstudag var Þorsteinn Siglaugsson, pistlahöfundur og formaður Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, í viðtali hjá ástralska útvarpsmanninum og stjórnmálamanninum Jason Olbourne, á alþjóðlegu útvarpsstöðinni TNT Radio.

Í viðtalinu ræddi Þorsteinn meðal annars um þöggun og ritskoðun í kórónafaraldrinum og nefndi dæmi um hvernig áróðurinn hefur leitt til þess að fólk er farið að geta trúað tveimur gagnstæðum skoðunum samtímis án þess að gera sér grein fyrir mótsögninni. Hann fjallaði einnig um hvernig ritskoðunaráráttan ýtir undir óheiðarleg vinnubrögð í vísindarannsóknum og að lokum hvaða leiðir eru færar til að komast út úr því einkennilega ástandi sem skapast hefur á síðustu tæpum þremur árum. Þorsteinn sagði einnig frá hinu nýstofnaða félagi hérlendis, tilgangi þess og áformum.

Viðatalið hefst á mín. 00:19 og má hlusta á hér:

Skildu eftir skilaboð