Glæpir stjórnvalda í Kænugarði eru vandlega skrásettir

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál, Úkraínustríðið2 Comments

Lítið er fjallað um raunir almennings í Suður- og Austur Úkraínu á Vesturlöndum, m.a. af því að það hentar ekki heimsvaldastefnu og hagsmunum Bandaríkjanna og Bretlands.

Forsaga málsins er sú að lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum í Úkraínu var kollvarpað með aðstoð Bandaríkjanna og öfgaþjóðernissinnaðra vígasveita árið 2014, eftir það sem hafði byrjað sem friðsamleg mótmæli Evrópusinna á Maidan-torgi. Um þetta var m.a. fjallað í kvikmynd Oliver Stone, Ukraine on Fire (2016). Myndin var fjarlægð af youtube eftir 24. febrúar 2022.

Íbúar Krímskagans og suður- og austurhéraðanna í Donbass vildu ekki sætta sig við valdaránið og stofnuðu til sinna eigin mótmæla. Jafnframt héldu íbúarnir þjóðaratkvæðagreiðslur þar sem þeir lýstu yfir sjálfstæði svæðanna Krím, Lugansk og Donetsk. Það varð til þess að hin nýju stjórnvöld í Kænugarði ákváðu, m.a. eftir þrýsting frá Bandaríkjunum, að „kremja“ andófið og hefja þjóðernishreinsanir í suður- og austurhluta landsins, með aðstoð nýnazista- og vígasveita.

Þessir atburðir hafa verið vandlega skrásettir. Um þúsundir látinna og annarra saklausra fórnarlamba er að ræða. Tæpar þrjár milljónir úkraínskra flóttamanna eru í Rússlandi.

Í meðfylgjandi heimildamynd er gerð grein fyrir atvikum undangenginna ára sem ekki hafa birst á Vesturlöndum nema að takmörkuðu leyti og nánast ekkert eftir 24. febrúar 2022.

Heimildarmyndin er birt hjá Fréttinni af mannúðarástæðum.

2 Comments on “Glæpir stjórnvalda í Kænugarði eru vandlega skrásettir”

Skildu eftir skilaboð