Íslensk vígaskæði í vitfirringarstríði – kvenfrelsun

frettinArnar Sverrisson4 Comments

Eftir Arnar Sverrisson:

Íslenski utanríkisráðherrann, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, gerist viðreist, frá Washington til Kænugarðs, með viðkomu í Genfar. Boðskapur hennar er einn og samur; frelsun kvenna og barna, hvort heldur er í Íran, Afganistan eða Úkraínu.

„Ofsafengin harka stjórnvalda gegn mótmælendum vekur upp óhug og depurð. Ég dáist að hugrekki ykkar og allra þeirra sem mæta grimmilegum viðbrögðum stjórnvalda. Það er skylda okkar sem kvenkyns utanríkisráðherrar að sýna samstöðu með konum í Íran og styðja baráttu ykkar og málstað,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra” á ráðstefnu kvenkyns utanríkisráðherra.

„Þetta var í þriðja sinn sem kvenkyns utanríkisráðherrar funda en á fyrri fundum var fjallað um bága stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan og afleiðingar heimsfaraldurs COVID-19 fyrir konur og stúlkur.” Kvenfrelsun er greinilega snar þáttur í utanríkisstefnu Íslendinga.

Þórdís Kolbrún lýsti því yfir í Washington, að Íslendingar styddu fullnaðarsigur Úkraínumanna á vígvellinum, í Genfar voru vígorðin, „fyrir konur, lífið og frelsið,“ og í Úkraínu endurtók Þórdís sömu stuðningsyfirlýsingar og í Washington og lofaði íslenskar fatasendingar. Skæðunum þótti henni sérstakur fengur í, því á íslenskum skóm og með vopn í hönd yrðu stríðsmenn Úkraínu, ófáir strákhvolpar þar á meðal, vígreifir.

Fjármagnsstuðningur rennur til þerra spilltu og ofsaríku

Þórdís og Katrín keppast við að lofa Úkraínumönnum stuðningi. Því miður er það ekki svo, að fjármagnsstuðningurinn rati eins og prjónlesið til þurfandi. Hann rennur að miklu leyti í vasa spilltra ráða- og embættismanna í Úkraínu, jafnvel „utanlandsherdeildarinnar,“ þ.e. hinna velstæðu og ofsaríku, sem flúðu landið og hreiðrað hafa um sig í Evrópu og sólarlöndum annars staðar. 

Sumir þeirra flatmaga á snekkjum sínum og láta ölduna vagga sér, meðan féð frá skattgreiðendum Vesturlanda streymir inn á reikning þeirra. Í fréttamynd frá úkraínska sjónvarpinu eru þeir kallaðir „Mónakóherdeildin.“ Svo ramt kveður að flótta þingmanna, að þingið er vart starfhæft. Meira að segja vestrænum fjölmiðlum – þó ekki RÚV – er nóg boðið. CBS sjónvarpsstöðin hefur einnig gert heimildarmynd um þessa landflótta stríðsmenn fyrir lýðræði og frelsi kvenna – og friði þeim til handa.

Auðmennirnir hætta ekki lífi sínu á vígvellinum. Fátækir unglingspiltar og karlmenn að sextugu eru aftur á móti þvingaðir á slátrunarvellina. Mótmæli mæðra þeirra skipta Volodymyr engu. Það virðast gilda svipuð lögmál um fjárstuðninginn og hergögnin. Enginn getur hent reiður á aðstoðinni. (Krækjur á báðar myndirnar má finna í greininni frá Scotland Today.)

Neyðin mun aukast

Því miður má við því búast, að Rússar láti senn sverfa til stáls og fari í alvöru stríð. Neyð mun enn aukast. Alþýða manna er hvött af stjórnvöldum til að flýja land. Þeirra bíða þó ekki snekkjur, sem vaggað er notalega af yndisöldu. Jafnvel þó mannúðarfaðmur Vesturlandabúa sé stór og hlýr eins og vera ber, kemur að því að hann kólni, skattfé gangi til þurrðar og kurrinn aukist.
Það eru enn tök á því að afstýra verstu hörmungunum í Úkraínu. Hvernig má það verða, að friðsamir Íslendingar vilji stuðla að stríði með kvenkyns ráðherra í fararbroddi? Ætli það séu skrök, að konur séu miklu friðsamari en karlar? Því halda kvenfrelsararnir fram.

Hví taka þessar kvenfrelsunarkonur sér ekki vopn í hönd og skunda á vígvellina? Þórdís Kolbrún og Katrín væru vafalaust jafn miklar valkyrjur á vígvellinum og í þingsölum. Volodymyr mun á íslenskum vígaskæðum vafalaust bjóða þær vígasystur velkomnar.  Þar mun Þórdís Kolbrún geta barið sér á brjóst og endurtekið tístið sitt: „Þrátt fyrir villimannlega grimmd og sprengjuregn Rússa, munu Úkraínumenn ganga með sigur af hólmi.“ Svona tala barasta ekta, íslenskar valkyrjur.

Tilvísarnir með grein Arnars má finna hér.

4 Comments on “Íslensk vígaskæði í vitfirringarstríði – kvenfrelsun”

  1. Þessar tvær eru álíka gáfulegar og hauslausar hænu að reyna tína kornið upp af gólfinu!

  2. Arnar hvað finnst þér um stöðu kvenna í Afganistan?

Skildu eftir skilaboð