Lyfjaávísanir Ivermectin hafnar gegn Covid

frettinLyf, Pistlar4 Comments

Eftir Guðmund­ Karl Snæ­björns­son lækni. Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. nóv. 2022.

„Rík­inu er hvergi ætlað að vera „yf­ir­lækn­ir“ allra lækna í meðferð sjúk­linga. Lög­vernduð rétt­indi lækna og skyld­ur eru ekki inn­an­tóm orð á blaði.“

Í upp­hafi skal tekið fram að lækn­um hef­ur aldrei verið bannað að skrifa upp á Iver­mect­in vegna eldri og hefðbund­inna ábend­inga lyfs­ins. Þar hef­ur einu gilt hvort lyf­inu er ávísað á und­anþágu­lyf­seðli, eða eft­ir að lyf­inu var veitt markaðsleyfi (ág­úst 2022). Síðustu ár hef­ur verið ágrein­ing­ur um hvort heim­ilt sé að ávísa því gegn Covid, í fyr­ir­byggj­andi til­gangi og sem meðferð utan sjúkra­húsa, á sviði heim­il­is­lækn­inga, ekki sjúkra­húsa.

Lyfja­stofn­un hef­ur staðið gegn notk­un lyfs­ins allt frá hausti 2020, þrátt fyr­ir að upp­fyllt væru öll skil­yrði lyfja­laga og jafn­vel þótt slíkri beiðni hafi fylgt ít­ar­leg­ar rök­semd­ir, níu síðna rit­gerð með um 50 til­vís­un­um sem benti til öfl­ugr­ar verk­un­ar lyfs­ins gegn Covid. Um­sækj­andi gat bætt við frek­ari rök­stuðningi með til­vís­un til tuga rann­sókna, m.a. einn­ar sem náði til nokk­ur hundruð þúsunda þátt­tak­enda. Mik­il og góð verk­un lyfs­ins ligg­ur fyr­ir, jafn­vel er talið að það skili yfir 91% ár­angri gegn Covid utan sjúkra­húsa. Öllum má vera ljóst hve mik­il já­kvæð áhrif lyfið hefði haft til að draga úr álagi af sjúkra­hús­inn­lögn­um, gjör­gæslu og fækk­un dauðsfalla. Í þessu sam­hengi má m.a. vísa til út­tekt­ar (Descotes) á mörg hundruð rann­sókn­um er varða ör­yggi lyfs­ins. Fyr­ir ligg­ur að auka­verk­an­ir lyfs­ins eru óveru­leg­ar og væg­ar, eng­ar al­var­leg­ar, og að ör­yggi lyfs­ins er jafn­vel um­tals­vert betra en allra lausa­sölu­lyfja sem í dag er hægt að fá í öll­um apó­tek­um lands­ins.

Ágrein­ing­ur minn við rík­is­stofn­an­ir hér­lend­is, viðvíkj­andi samþykki og notk­un lyfs­ins gegn Covid, hef­ur farið í gegn­um stjórn­sýslu­kerfi okk­ar, fyrst Lyfja­stofn­un og land­læknisembættið, sem endaði með stjórn­sýslukæru til heil­brigðisráðuneyt­is­ins. Niðurstaða ráðuneyt­is­ins fól í sér viður­kenn­ingu á lög­brot­um Lyfja­stofn­un­ar. Engu að síður samþykkti ráðuneytið að notk­un lyfs­ins gegn Covid skyldi bönnuð.

Til að fá þessu hnekkt hef­ur und­ir­ritaður stefnt ís­lenska rík­inu fyr­ir dóm. Í mál­flutn­ingi rík­is­lög­manns kom fram að þar sem Lyfja­stofn­un hafi veitt lyf­inu markaðsleyfi hefði ég enga lögv­arða hags­muni leng­ur af mál­inu. Af því verður ekki annað ályktað en að und­ir­ritaður geti með full­um rétti ávísað lyf­inu gegn Covid. Í ný­legu er­indi mínu til heil­brigðisráðherra er því þeim til­mæl­um beint til ráðherra að öll­um lækn­um lands­ins verði þegar í stað til­kynnt um þessa lög­skýr­andi af­stöðu rík­is­lög­manns fyr­ir hönd ís­lenska rík­is­ins og því geti lækn­ar hafið ávís­an­ir lyfs­ins gegn Covid og hvorki Lyfja­stofn­un né land­lækn­ir geti hreyft nein­um mót­bár­um við því.

Á fram­an­greind­um for­send­um hef ég hafið lyfja­á­vís­an­ir Iver­mect­in gegn Covid og hef­ur ráðuneyt­inu þegar verið til­kynnt um það með nýju er­indi til ráðherra heil­brigðismála.

Einn galli er þó á gjöf Njarðar, því verðlagn­ing lyfs­ins kem­ur í veg fyr­ir al­menna notk­un þess. Það skal tekið skýrt fram að eðli máls­ins sam­kvæmt er dóm­stól­um ekki ætlað að taka til­lit til verðlagn­ing­ar­inn­ar. Raun­veru­leik­inn er samt sá, sem kalla má ad hoc- bann, að flest­um er meinuð notk­un lyfs­ins vegna of­urálagn­ing­ar. Lyfið er hræó­dýrt, ef staðið er rétt að inn­kaup­um og verðlagn­ingu þess. Verðlagn­ing­unni má breyta til stór­felldr­ar lækk­un­ar í kjöl­far fyrr­nefndr­ar mál­flutn­ings­yf­ir­lýs­ing­ar rík­is­lög­manns. Vinna ber að þess­ari lausn hver sem niðurstaðan verður í fyrr­greindu dóms­máli.

Í öðru máli, sem nú er komið til umboðsmanns Alþing­is eft­ir að hafa velkst um hjá Lyfja­stofn­un og heil­brigðisráðuneyt­inu, er því haldið fram af hálfu rík­is­ins að sjúk­ling­ur­inn hafi engra lögv­arðra hags­muna að gæta í því til­viki. Því er sú þver­sögn kom­in upp í laga­túlk­un­um lög­fræðinga rík­is­ins að hvorki sjúk­ling­ur­inn né ávís­andi lækn­ir hafi neina lögv­arða hags­muni af ávís­un um­rædds lyfs. Frá sjón­ar­hóli al­mennr­ar skyn­semi þarf að svara því hver geti átt lögv­arða hags­muni ef ekki ein­mitt þess­ir tveir aðilar? Stönd­um við frammi fyr­ir því að ríkið eitt geti átt slíka hags­muni? Vilj­um við búa í sam­fé­lagi þar sem ríkið og full­trú­ar þess sitja við all­ar hliðar borðsins án þess að ein­stak­ling­ar kom­ist þar að? Get­ur fólk varið hags­muni sína í rétt­ar­kerfi þar sem ríkið tek­ur sér úti­lok­andi skil­grein­ing­ar­vald? Slíkt get­ur ekki staðist grund­vall­ar­kröf­ur rétt­ar­rík­is­ins um aðgang manna að dóm­stól­um.

Fyrr­greint dóms­mál snýst í raun um það hvort lög­legt sé og rétt­mætt að ríkið taki fram fyr­ir hend­ur lækna með því að brjóta á rétti þeirra og sniðganga fag­legt hlut­verk þeirra. Slíkt fer í bága við ákvæði lyfja­laga og sam­ræm­ist ekki þeim vald­mörk­um sem rík­inu eru sett að lög­um og stjórn­ar­skrá. Rík­inu er hvergi ætlað að vera „yf­ir­lækn­ir“ allra lækna hvað meðferð sjúk­linga varðar. Lög­vernduð rétt­indi lækna og skyld­ur þeirra gagn­vart sjúk­ling­um sín­um eru ekki inn­an­tóm orð á blaði. Hand­höf­um rík­is­valds get­ur ekki leyfst að sniðganga lög um sjúk­linga og van­v­irða rétt manna til að velja meðferðarmögu­leika sem þeim hugn­ast sér til bættr­ar heilsu og lengri lífdaga.

4 Comments on “Lyfjaávísanir Ivermectin hafnar gegn Covid”

  1. Það hlýtur að vera bara dagaspursmál hvenær þessi Guðmundur Karl verður sviptur læknisleyfi sínu, því þannig er er farið að erlendis þegar þagga þarf niður í slíkum uppreisnarseggjum gegn kerfinu.

    Í Frakklandi djöflaðist ríkið ríkið vikum, mánuðum og árum saman á prófessorunum Didier Raoult í Marseille og Christian Perronne, fyrir að tala á sama hátt og Guðmundur fyrir áhrifaríkum og ódýrum lyfum, sem hafa löngu sannað gildi sitt og þar sem alltaf eru öðru hvoru að finnast nýjir notkunarmöguleikar fyrir þau lyf:

    Raoult mælti fyrst með því að beita venjulegu klórókíni (chloroquine) sem hefur verið þekkt allt frá miðri 17 öld, síðan endurbættu afbrigði af því, hydroxychlorquine, og loks Invermectin, en þá ætlaði allt vitlaust að verða og hann var neyddur til þess að hætta störfum og setjast í helgan stein.

    Perronne var kærður af læknasamtökunum og dreginn fyrir rétt, sem loks sýknaði hann af öllum ákæruatriðum í síðasta mánuði, með þeim ummælum í dómsorðinu að vegna þess hversu óhemjufær Perrone væri á sínu sviði, raunar sá allra færasti í landinu, þá hefði honum borið SKYLDA til þess að tjá sig um málefnið !

    En þar með var sagan ekki öll, því fyrir nokkrum dögum var læknirinn og fyrrverandi þingkona á franska þinginu, Martine Wonner, svipt læknisleyfi sínu í eitt ár fyrir að hafa úttalað sig um aðra slíka möguleika, meðal annar úr ræðustól þingsins.

    Lækna- og lyfjafasisminn hefur ekki enn sagt sitt síðasta orð, langt því frá

  2. Góð og þörf grein hjá Guðmundi Karli og á hann hrós skilið fyrir að gefast ekki upp fyrir réttlætinu í þessu máli er varðar rétt lækna til að lækna með skaðlausum lyfjum.

  3. Tek undir með Auði, Guðmundur Karl er hetja sem bæði nennir og þorir að standa með réttlætinu gegn ofurafli.
    Samfélag okkar væri betra ef fleiri menn og konur tækju Guðmund Karl sér til fyrirmyndar og mótmæltu því sem er augsýnilega rangt, eins og fjölda-bólusetningu með óþekktu glundri.

    Bara það að skrifa á kommentakerfin hjálpar, það sýnir að er hugsandi fólk þarna úti sem blöskrar fasismi nútímans ..

Skildu eftir skilaboð