Eiðsvarinn Trudeau ber ljúgvitni

frettinErlent, Hallur Hallsson, StjórnmálLeave a Comment

Hallur Hallsson skrifar:

Nú fara fram vitnaleiðslur í Kanada um neyðarlög ríkisstjórnar Justin Trudeau – Emergency Act – vegna mótmæla Freedom Truckers – trukkabílstjóra. Neyðarlögin voru sett á þeim forsendum að mótmæli trukkakalla væru ógn við þjóðaöryggi; Threat to National Security. Trukkarnir stefndu til Ottawa, karlarnir keyrðu þúsundir kílómetra og fólk raðaði sér upp við vegi, fagnaði þeim og veifaði kanadískum fánum.

Neyðarlögunum var beitt af mikilli hörku gegn trukkakörlunum sem mótmæltu covid-vegabréfum, vaksínum og lokunaraðgerðum stjórnvalda. Kanadískir falsmiðlar sökuðu bílstjórana að bera út Rússa-áróður! RÚV var með nokkrar skopfréttir af atburðum í Kanada.

RAFRÆNT ÓGNARVALD STJÓRNVALDA

Stjórnvöld beittu karlana fádæma ofbeldi. Leiðtogar bílstjóranna voru handteknir. Yfir 200 bankareikningum var lokað og hald lagt á 8 milljónir kanadískra dollara í eigu óbreyttra borgara. Í Kanada birtist “rafrænt“ ógnarvald stjórnvalda yfir þegnunum. Þegar mótmælin risu sem hæst, fór Trudeau í felur en hatursfull ummæli hans sjokkeruðu kanadísku þjóðina.

AND-VAKSÍN SKRÍLL

Trudeau hélt því fram að mótmælendur væru lítill jaðarhópur; reiðir karlar sem tryðu ekki vísindum, kvenhatarar og razistar. Hann vildi ekki kalla þá mótmælendur, heldur and-vaksín skríl. “Yes, there is a small fringe element in this country that is angry that doesn't believe in science that is lashing out with racist, misogynistic attacks... those protesters who can, I don't even want to call them protesters, those anti Vaxxer mobs...“

Á föstudag kom Justin Trudeau fyrir rannsóknarnefndina; Public Order Emergency Commision og sór eið að framburði sínum. Þar var ráðherrann spurður um ummæli sín. Hann þverneitaði að hafa haft í frammi hatursfull ummæli í garð óbólusettra. “I did not call people who were unvaccinated [bad] names.

Hatursummæli Trudeau fara nú sem eldur í sinu um Kanada. Eiðsvarinn ráðherrann var staðinn að því að bera rangan vitnisburð nefndinni; refsivert ljúgvitni.

Skildu eftir skilaboð