Hjúkrunarfræðingur frjáls ferða sinna eftir dóm – gaf saltvatnslausn í stað „bóluefnis“

frettinBólusetningar, Dómsmál2 Comments

Þýskur hjúkrunarfræðingur sem gaf allt að 8.600 eldri borgurum í Friesland í Þýskalandi saltvatnslausn í stað Covid-19 bóluefnis er frjáls ferða sinna eftir úrskurð dómstóls.

Hjúkrunarfræðingurinn, Antje T. 39 ára, sem fjölmiðlar hafa nefnt "anti-vaxx hjúkrunarkonu" var sakfelld fyrir sex ákæruliði fyrir ásetning en fékk aðeins sex mánaða óskilorðsbundinn dóm.

Það var héraðsdómur í Oldenburg í Neðra-Saxlandi sem kvað upp dóminn þann 30. nóvember sl.

Antje T. sprautaði allt að 8.600 manns sem voru aðallega starfsmenn sjúkrahúsa, kennarar og læknar eldri en 70 ára, á tímabilinu 5. mars til apríl 2021, og „skildi því fólkið eftir varnarlaust gegn veirunni.“

Lögreglan sagði fyrir dómi að Antje T. hafi getað sett saltvatnslausn í sprauturnar óséð, þar sem hún sá ein um bólusetningar á vakt sinni á bólusetningarstöðinni Schortens í Friesland.

Eftir rúman mánuð tilkynnti annar starfsmaður Antje T. sem sá til hennar nota saltlausnina í stað bóluefnisins á sex sjúklinga þann 21. apríl 2021.

Ekki fylgir fréttinni hvernig saltvatnslausnþegum reiddi af í faraldrinum.

Lesa má nánar um málið í Daily Mail.

2 Comments on “Hjúkrunarfræðingur frjáls ferða sinna eftir dóm – gaf saltvatnslausn í stað „bóluefnis“”

  1. Spurningin ætti að vera, hverjir af saltvatns þegunum sprautuðu aðra með eitrinu eða þrýstu á aðra taka það.

  2. Þetta er plat frétt. Ég fann ekki neitt sem um þetta mál. Ekki einu sinni nöfnin á þessu fólki.

Skildu eftir skilaboð